Fjárfestingafélag í eigu Jóns Péturs Zimsen, þingmanns Sjálfstæðisflokks, bræðra hans og föður hagnaðist um 48 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn er að mestu tilkominn vegna hlutabréfafjárfestinga en félagið fjárfestir í bæði hlutabréfum og skuldabréfum.
Jón Pétur er kvittar upp á ársreikninginn sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningu til Skattsins var hann gerður að framkvæmdastjóra þann 10. desember síðastliðinn, níu dögum eftir að úrslit Alþingiskosninga láu ljós fyrir og ljóst var að hann hefði náð kjöri á Alþingi.
Samkvæmt Skattinum á 41 prósenta hlut í félaginu og er stærsti hluthafinn. Bræður hans Jóhann og Óli eiga 27,6 og 25 prósent í félaginu en faðir þeirra, Nils, á 6,3 prósent. Stjórn félagsins, sem samanstendur af Jóni Pétri og Nils, lagði til að greiða eigendunum 30 milljónir króna í arð á þessu ári. Þar af munu 12,3 milljónir rata til Jóns Péturs.
Athugasemdir