Íslandsbanki og fjármálafyrirtækið Skagi stefna að því að sameinast á næstu misserum. Verði af samrunanum munu margir af þeim sem annað hvort áttu eða stýrðu Glitni banka, fyrirrennara Íslandsbanka, fyrir bankahrun snúa aftur í eigendahóp hans. Meðal þeirra sem verða í hópi stærstu eigenda bankans er fyrrverandi bankastjóri hans.
Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af aðaleigendum og stærstu skuldurum Glitnis banka fyrir hrun, og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri bankans, eru helstu fjárfestarnir á bak við Skaga. Fari svo að af sameiningu Skaga og Íslandsbanka verði verða þeir í forsvari fyrir félög sem verða meðal stærstu einstöku hluthafa bankans.

Fjárfestingafélag Bjarna, Sjávarsýn, er stærsti einstaki hluthafinn í Skaga, með 9,1 prósenta hlut. SKEL fjárfestingafélag, þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson gegnir stjórnarformennsku, er …
Athugasemdir