Glitnismenn á barmi endurkomu

Fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, Bjarni Ár­manns­son, verð­ur með­al stærstu hlut­hafa í Ís­lands­banka, gangi samruni bank­ans við Skaga eft­ir. Fjár­fest­inga­fé­lag und­ir for­ystu Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar verð­ur líka stór hlut­hafi. Þeir voru við­skipta­fé­lag­ar í bank­an­um og í REI-mál­inu um­deilda en leið­ir skildu um tíma.

Glitnismenn á barmi endurkomu
Bankastjórinn Leiðir fjárfestanna tveggja, Bjarna og Jóns Ásgeirs, lágu fyrst saman í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á tíunda áratugnum en þeir verða meðal stærstu hluthafa Íslandsbanka gangi samruni bankans við Skaga eftir. Bjarni var bankastjóri FBA og varð síðan æðsti stjórnandi Íslandsbanka sem varð á endanum Glitnir.

Íslandsbanki og fjármálafyrirtækið Skagi stefna að því að sameinast á næstu misserum. Verði af samrunanum munu margir af þeim sem annað hvort áttu eða stýrðu Glitni banka, fyrirrennara Íslandsbanka, fyrir bankahrun snúa aftur í eigendahóp hans. Meðal þeirra sem verða í hópi stærstu eigenda bankans er fyrrverandi bankastjóri hans.

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af aðaleigendum og stærstu skuldurum Glitnis banka fyrir hrun, og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri bankans, eru helstu fjárfestarnir á bak við Skaga. Fari svo að af sameiningu Skaga og Íslandsbanka verði verða þeir í forsvari fyrir félög sem verða meðal stærstu einstöku hluthafa bankans. 

StjórnarformaðurJón Ásgeir er stjórnarformaður Skeljar, sem er einn af stærstu hluthöfum Skaga. Félagið mun verða einn af stærstu einstöku hluthöfum Íslandsbanka, verði af sameiningu bankans og Skaga.

Fjárfestingafélag Bjarna, Sjávarsýn, er stærsti einstaki hluthafinn í Skaga, með 9,1 prósenta hlut. SKEL fjárfestingafélag, þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson gegnir stjórnarformennsku, er …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár