„Það er rangt að almenningur sé áhugalaus um loftslagsmál eða alveg sama um hvaða stefna er tekin,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Hann ávarpaði gesti Loftslagsdagsins sem Umhverfis- og orkustofnun stendur fyrir í dag. Viðburðurinn fer fram í Hörpu og í beinu streymi. Ávarpið var fyrirfram tekið upp þar sem ráðherra er staddur á fundi í Finnlandi með orkumálaráðherrum Norðurlandanna.
Afgerandi aðgerðir
„Þjóðin gerir kröfu um árangur í loftslagsmálum og að við stefnum í rétta átt en ekki ranga átt,“ segir Jóhann Páll. Þá segir hann það skipta almenning máli að Ísland standi sig í stykkinu og taki virkan þátt í því alþjóðlega verkefni að keyra niður losun gróðurhúsalofttegunda.
Sama segir Jóhann Páll að sé upp á teninginn annarsstaðar í heiminum: „Viðhorfskannanir um allan heim segja sömu sögu.“ Þá sé vilji til þess gripið sé til aðgerða: „Almenningur bæði í hátekjuríkjum og í fátækari ríkjum hefur …
Athugasemdir