Allsherjarverkfall í sólarhring tekur gildi á Grikklandi í dag til að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar þar í landi að leyfa þrettán klukkustunda vinnudaga. Truflun verður á samgöngum í Aþenu þar sem bæði lesta- og ferjuferðir munu verða fyrir áhrifum. Þá munu kennarar, heilbrigðisstarfsfólk og opinberir starfsmenn einnig leggja niður störf.
Mótmæli verða um landið allt til að lýsa yfir andstöðu við þessi áform stjórnar íhaldsmannsins Kyriakos Mitsotakis.
Verkalýðsfélag talar um nútímaþrælkun
Helstu verkalýðssamtök einkageirans, GSEE, sem standa fyrir verkfallinu ásamt ADEDY, verkalýðssamtökum opinberra starfsmanna, hafa sagt að umbæturnar „stefni heilsu og öryggi starfsmanna í hættu og eyðileggi jafnvægið milli atvinnu- og einkalífs“.
Verkalýðsfélagið PAME, sem er hliðhollt kommúnistum, hefur sakað ríkisstjórnina um að reyna að koma á „nútímaþrælkun“ fyrir verkafólk og neyða það til að þola „ómannúðlegan vinnutíma og ömurleg laun“.
Verkalýðsfélagið hefur einnig hafnað því sem það kallar „miskunnarlausa afregluvæðingu sem hefur sótt hratt fram“ í Grikklandi frá skuldakreppunni …
Athugasemdir