Grikkir mótmæla áformum um 13 stunda vinnudag

Alls­herj­ar­verk­fall er á Grikklandi í dag vegna áforma rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar í landi að leyfa 13 klukku­stunda vinnu­daga. Verka­lýðs­fé­lög segja þetta munu stofna lífi og heilsu fólks í hættu en stjórn­völd segja þetta tryggja val­frelsi.

Grikkir mótmæla áformum um 13 stunda vinnudag

Allsherjarverkfall í sólarhring tekur gildi á Grikklandi í dag til að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar þar í landi að leyfa þrettán klukkustunda vinnudaga. Truflun verður á samgöngum í Aþenu þar sem bæði lesta- og ferjuferðir munu verða fyrir áhrifum. Þá munu kennarar, heilbrigðisstarfsfólk og opinberir starfsmenn einnig leggja niður störf. 

Mótmæli verða um landið allt til að lýsa yfir andstöðu við þessi áform stjórnar íhaldsmannsins Kyriakos Mitsotakis.

Verkalýðsfélag talar um nútímaþrælkun

Helstu verkalýðssamtök einkageirans, GSEE, sem standa fyrir verkfallinu ásamt ADEDY, verkalýðssamtökum opinberra starfsmanna, hafa sagt að umbæturnar „stefni heilsu og öryggi starfsmanna í hættu og eyðileggi jafnvægið milli atvinnu- og einkalífs“.

Verkalýðsfélagið PAME, sem er hliðhollt kommúnistum, hefur sakað ríkisstjórnina um að reyna að koma á „nútímaþrælkun“ fyrir verkafólk og neyða það til að þola „ómannúðlegan vinnutíma og ömurleg laun“.

Verkalýðsfélagið hefur einnig hafnað því sem það kallar „miskunnarlausa afregluvæðingu sem hefur sótt hratt fram“ í Grikklandi frá skuldakreppunni …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár