Lífeyrisþegar á Íslandi hafa aldrei haft betri kjör samkvæmt nýrri rannsókn sem Kolbeinn H. Stefánsson vinnur að, en hann kynnti frumniðurstöður af rannsóknum sínum í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í síðustu viku. Svo virðist sem ein stærsta kjarabót þeirra sem voru verst settir, hafi sprottið upp úr lagabreytingum sem voru samþykktar í miðjum pólitískum óróa á síðasta áratugar.
Á sama tíma og kjör lífeyrisþegar batna, virðist margt benda til þess að aldurshópurinn 25 til 35 ára sé í miklum vanda og dregist aftur úr allri þróun efnahagslega.
Allt að 35 prósent undir fátæktarmörkum
„Það sem ég er raunverulega að gera er að fara yfir þróun á lífskjörum eldri borgara og lágtekjuhlutfallið, sem áður var kallað fátæktarhlutfallið,“ útskýrir Kolbeinn sem rannsakar kjör eldri borgara eru komnir á eftirlaunaaldur. Rannsóknin nær yfir tímabilið 2000 til 2023. Þegar tölfræðin er skoðuð má sjá að hlutfall fólks á eftirlaunaaldri undir lágtekjumörkum á fyrsta áratug aldarinnar var …
Athugasemdir