Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í fasteign fjölgaði á milli áranna 2023 til 2024 samkvæmt nýrri tölfræði frá Hagstofu Íslands.
Eftir bankahrun sat fjöldi fjölskyldna uppi með fasteignir sem þau skulduðu meira í en nam virði fasteignanna. Þessa fjölgun má sjá á línuritinu hér fyrir neðan en stjórnvöld brugðust við þessum vanda með ýmsum hætti, meðal annars 110% leiðinni svokölluðu, sértækri skuldaaðlögun og svo loks Leiðréttingunni svokölluðu þar sem fasteignaskuldir voru færðar niður með greiðslu úr ríkissjóði.

Þá fjölgaði einnig þessum fjölskyldum eitthvað á árunum þegar Covid-19 faraldurinn gekk yfir en eftir það tók þeim að fækka á ný. Árið 2023 voru aðeins 2.779 fjölskyldur í þessari stöðu og höfðu ekki verið færri á þessari öld.
Í fyrra tók þeim hins vegar að fjölga á ný. 3,090 fjölskyldur voru með neikvætt eigið fé í fasteign.
Athugasemdir