Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í fasteign fjölgar

Fjöl­skyld­um sem skulda meira í fast­eign en nem­ur virði henn­ar fjölg­aði á milli ára. Stað­an versn­aði eft­ir heims­far­ald­ur en hafði skán­að frá fast­eignakrísu eft­ir­hruns­ár­anna.

Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í fasteign fjölgar

Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í fasteign fjölgaði á milli áranna 2023 til 2024 samkvæmt nýrri tölfræði frá Hagstofu Íslands.

Eftir bankahrun sat fjöldi fjölskyldna uppi með fasteignir sem þau skulduðu meira í en nam virði fasteignanna. Þessa fjölgun má sjá á línuritinu hér fyrir neðan en stjórnvöld brugðust við þessum vanda með ýmsum hætti, meðal annars 110% leiðinni svokölluðu, sértækri skuldaaðlögun og svo loks Leiðréttingunni svokölluðu þar sem fasteignaskuldir voru færðar niður með greiðslu úr ríkissjóði.

Þá fjölgaði einnig þessum fjölskyldum eitthvað á árunum þegar Covid-19 faraldurinn gekk yfir en eftir það tók þeim að fækka á ný. Árið 2023 voru aðeins 2.779 fjölskyldur í þessari stöðu og höfðu ekki verið færri á þessari öld.

Í fyrra tók þeim hins vegar að fjölga á ný. 3,090 fjölskyldur voru með neikvætt eigið fé í fasteign.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár