Formaður Íbúasamtaka Árbæjar, Elvar Örn Þórisson, segir sérkennilegt að breytingar á gatnamótum við Bæjarháls virðist taka mið af umferð í miðjum COVID-faraldri árið 2021. Samkvæmt skýrslu verkfræðistofunnar COWi kemur fram að mat stofunnar á umferðarþunga á gatnamótunum byggi á tölum sem voru fengnar í lok ágúst 2021, þegar það voru 200 manna samkomutakmarkanir í samfélaginu.
Eins og margir muna var samfélagið allt í hers höndum í faraldrinum og fjölmargir sem unnu heima auk þess sem fólk var minna út í umferðinni, en gögn hafa sýnt að það dróst verulega úr allri umferð í COVID þó það sé misjafnt eftir mánuðum og samgöngutakmörkunum.
Óttast Elvar að sú talning geti varla endurspeglað raunverulega umferð um svæðið sem er eitt þéttasta atvinnusvæði Reykjavíkurborgar í ofanálagi.
Óvenjulegir tímar
Í skýrslu verkfræðistofunnar, sem Heimildin hefur undir höndum, er tekið sérstaklega fram að gögnin sem notast er við …
Athugasemdir