Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Verðbólga komin í 4,1%

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði á milli mán­aða.

Verðbólga komin í 4,1%
Matarkarfan Verðbólga er 4,1% á ársgrundvelli. Mynd: Golli

Vísitala neysluverðs í september hækkar um 0,11% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkar hins vegar um 0,13% frá því í ágúst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni í morgun.

Föt og skór hækkuðu um 2,9%og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, það er reiknuð húsaleiga, hækkaði um 0,9%. Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði hins vegar um 15,4%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,1% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2%.

Verðbólga á ársgrundvelli mældist 3,8% í ágúst og hefur hún því þokast upp á við.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sagði við síðustu stýrivaxtaákvörðun að skýr merki þyrftu að sjást um að verðbólga væri á niðurleið áður en vextir mundu lækka á ný.

Næsta stýrivaxtaákvörðun verður kynnt 8. október.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár