Hvað fær Brim fyrir 30 milljarða?

Út­gerð­in Brim ætl­ar að kaupa Lýsi fyr­ir þrjá­tíu millj­arða króna. Nú­ver­andi eig­end­ur Lýs­is verða með­al stærstu hlut­hafa Brims auk þess að fá mynd­ar­lega pen­inga­greiðslu. Brim eign­ast við kaup­in hlut í Morg­un­blað­inu og snyrti­vöru­fram­leið­anda.

Hvað fær Brim fyrir 30 milljarða?
Forstjórinn Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og langstærsti einstaki eigandi Brims. Mynd: mbl/Kristinn Magnússon

Stærsta einstaka útgerðarfélag landsins, Brim hf, hefur gert samkomulag um að kaupa allt hlutafé í Lýsi hf. Virði Lýsis í viðskiptunum er 30 milljarðar. Samkvæmt tilkynningu Brims til Kauphallarinnar dragast vaxtaberandi skuldir upp á 5,3 milljarða frá kaupverðinu, sem verður greitt annars vegar í reiðufé og hins vegar í hlutabréfum í Brimi. 

Eigendur Lýsis verða bæði milljarðamæringar og meðal stærstu einstöku hluthafanna í Brimi eftir viðskiptin. Brim eignast ekki bara lýsisbyrgðir sem eru milljarða virði heldur eignarhluti í fjölda fyrirtækja í alls ótengdum atvinnugreinum. 

Fimm milljarðar inn á reikning

Lýsi er, samkvæmt nýjustu aðgengilegu upplýsingum, í eigu átta einstaklinga. Katrín Pétursdóttir, forstjóri fyrirtækisins, er þó langstærsti hluthafinn með um 41 prósenta hlut í gegnum fjárfestingafélagið Ívar, hluta sem hún á í eigin nafni og afar lítinn hlut í gegnum Fiskafurðir-umboðssölu. Erla Katrín Jónsdóttir á svo 26 prósenta hlut og Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Lýsis, á um 24 prósenta hlut. 

Stærstu …
Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár