Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hvað fær Brim fyrir 30 milljarða?

Út­gerð­in Brim ætl­ar að kaupa Lýsi fyr­ir þrjá­tíu millj­arða króna. Nú­ver­andi eig­end­ur Lýs­is verða með­al stærstu hlut­hafa Brims auk þess að fá mynd­ar­lega pen­inga­greiðslu. Brim eign­ast við kaup­in hlut í Morg­un­blað­inu og snyrti­vöru­fram­leið­anda.

Hvað fær Brim fyrir 30 milljarða?
Forstjórinn Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og langstærsti einstaki eigandi Brims. Mynd: mbl/Kristinn Magnússon

Stærsta einstaka útgerðarfélag landsins, Brim hf, hefur gert samkomulag um að kaupa allt hlutafé í Lýsi hf. Virði Lýsis í viðskiptunum er 30 milljarðar. Samkvæmt tilkynningu Brims til Kauphallarinnar dragast vaxtaberandi skuldir upp á 5,3 milljarða frá kaupverðinu, sem verður greitt annars vegar í reiðufé og hins vegar í hlutabréfum í Brimi. 

Eigendur Lýsis verða bæði milljarðamæringar og meðal stærstu einstöku hluthafanna í Brimi eftir viðskiptin. Brim eignast ekki bara lýsisbyrgðir sem eru milljarða virði heldur eignarhluti í fjölda fyrirtækja í alls ótengdum atvinnugreinum. 

Fimm milljarðar inn á reikning

Lýsi er, samkvæmt nýjustu aðgengilegu upplýsingum, í eigu átta einstaklinga. Katrín Pétursdóttir, forstjóri fyrirtækisins, er þó langstærsti hluthafinn með um 41 prósenta hlut í gegnum fjárfestingafélagið Ívar, hluta sem hún á í eigin nafni og afar lítinn hlut í gegnum Fiskafurðir-umboðssölu. Erla Katrín Jónsdóttir á svo 26 prósenta hlut og Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Lýsis, á um 24 prósenta hlut. 

Stærstu …
Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár