Mikil reiði er á meðal íbúa í Árbæjarhverfinu í Reykjavík eftir breytingar á ljósum við gatnamót Bæjarháls og Höfðabakka. Formaður skipulags- og umhverfisráðs Reykjavíkurborgar segir framkvæmdir í raun ekki yfirstaðnar. Enn sé verið að stilla ný snjallljós sem sett voru upp og gerir það að verkum að íbúar og þeir sem starfa í hverfinu eru nú fastir í umferðarteppu á álagstímum, nokkuð sem var ekki vandi fyrir.
Læsast inni í hverfinu
„Íbúar eru bara öskureiðir, það er bara þannig,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur býr í Árbæjarhverfinu. Athugasemdir íbúa í hverfishóp Árbæjar á Facebook endurspeglar mikinn pirring íbúa sem segja nýtt fyrirkomulag að auki stórhættulegt. Mikið umferðaröngþveiti hefur myndast við gatnamótin á háannatíma, en íbúar segja á samfélagsmiðlinum að það hafi aldrei verið áður, gatnamótin hafi í raun gengið vel fyrir sig hingað til, en nú komist þeir varla út úr hverfinu á háannatíma. Fyrirkomulagið sé að auki …
Athugasemdir