Trump ríður röftum hjá Sameinuðu þjóðunum

Banda­ríkja­for­seti held­ur ræðu fyr­ir leið­tog­um heims­ins í Sam­ein­uðu þjóð­un­um. Hann hót­ar að sprengja upp fíkni­efna­smygl­ara og sak­ar Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar um að fjár­magna inn­flutn­ing fólks.

Trump ríður röftum hjá Sameinuðu þjóðunum

Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn í ásökunum, hótunum og öðrum stóryrðum í ræðu sinni fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag, þar sem leiðtogar annarra ríkja hlýddu á.

Hann afneitaði loftslagsbreytingum, hótaði að drepa fíkniefnasmyglara og fullyrti að kristin trúarbrögð væru þau „ofsóttustu í öllum heiminum“.

„Stór hluti heimsins hefur notfært sér Bandaríkin, en ekki meir,“ sagði hann.

Þrátt fyrir að tímatakmörk séu á ræðum leiðtoganna fyrir allsherjarþinginu virðir Trump þau ekki. Hann er kominn með meira en þrefaldan ræðutíma, án þess að rautt ljós hafi farið í gang á ræðupúltinu, sem takmarkar ræðutíma annarra leiðtoga heimsins.

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði fyrr í dag í ræðu sinni að grunngildi samtakanna væri „í herkví“. 

Sakar SÞ um að fjármagna árás

Trump sakaði í ræðu sinni Sameinuðu þjóðirnar um að „fjármagna árás á Vesturlönd“ í gegnum straum flóttamanna. 

Ásökunin kom fram í ræðu hans fyrir allsherjarþingi SÞ, þar sem hann skaut föstum skotum …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Hvernig gat það verið að kolruglaður maður sé valinn forseti?
    1
    • GH
      Greg Hill skrifaði
      Það sem þarf að skilja er að fólkið sem stendur á bak við þetta af kynískum ástæðum myndi glöð vilja hafa kakkalakka í embætti - hann er bara brúða þeirra sem gerir hvað sem þeim sýnist á bak við tjöldin.
      0
    • Kristbjörn Árnason skrifaði
      Það er greinilega eitthvað mjog alvarlegt Bandarísku skólakerfi þegar þetta hættu-legasta herveldi heimsins getur kosið heimskingja sem forseta sem virðist komast upp með að brjóta lög í landi sínu og jafnvel stjórnarskrá ríkisins
      0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Brjálæðingur og hefur alltaf verið. Ekki batnar hann.
    3
  • RB
    Reynir Böðvarsson skrifaði
    Maðurinn er brjálaður lygari.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár