Kimmel snýr aftur eftir „yfirvegað samtal“

Spjall­þátt­ur Jimmy Kimmel snýr aft­ur á skjá­inn eft­ir á óvænt hlé á fram­leiðslu þeirra. Þátt­ur­inn var tek­inn af dag­skrá eft­ir þrýst­ing frá banda­rísk­um stjórn­völd­um.

Kimmel snýr aftur eftir „yfirvegað samtal“

Spjallþáttur Jimmy Kimmel, sem ABC tók óvænt af dagskrá í síðustu viku eftir að bandarísk stjórnvöld hótuðu sjónvarpsstöðvum sem sendu út þáttinn, snýr aftur á þriðjudag. Þetta kemur fram í tilkynningu Disney, eiganda ABC í dag.

ABC stöðvaði framleiðslu þáttanna óvænt eftir að íhaldsmenn kvörtuðu yfir athugasemdum sem Kimmel lét falla í kjölfar morðsins á kristna aktívistanum og áhrifavaldinum Charlie Kirk.

„Síðasta miðvikudag ákváðum við að stöðva upptökur á þættinum til að forðast að magna upp spennu á viðkvæmum tíma fyrir þjóðina,“ sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins. „Við töldum að sum ummælin hefðu verið óheppileg og þar með óviðeigandi. Við höfum átt yfirvegaðar samræður við Jimmy síðustu daga og í framhaldi af þeim ákváðum við að endurræsa þáttinn á þriðjudag.“

Óvænt brotthvarf Kimmels af skjánum, sem virtist koma í kjölfar þrýstings stjórnvalda á dreifingaraðila ABC, vakti reiði meðal frjálslyndra í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur sögðu Kimmel hafa verið skotmark vegna þess að hann væri harður gagnrýnandi Donalds Trump forseta. Trump fagnaði banninu og kallaði það „góðar fréttir fyrir Ameríku.“

Andstæðingar töldu málið nýjasta dæmið um vaxandi stjórn ríkisins á tjáningarfrelsi, sem er  hornsteinn bandarísks lýðræðis í hugum margra og stjórnarskrárvarinn réttur. Jafnvel sumir íhaldsmenn, þar á meðal Ted Cruz öldungadeildarþingmaður og sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, lýstu efasemdum.

Á föstudag hélt Trump áfram að kvarta yfir gagnrýnni fjölmiðlaumfjöllun og sagði hana „ólöglega.“

Hótanir frá FCC

Ummæli Kimmels sem deilan hverfist um féllu í kjölfar morðsins á Kirk, nánum bandamanni Trumps, sem var skotinn til bana á háskólasvæði í Utah. Saksóknarar hafa ákært 22 ára gamlan mann, Tyler Robinson, og ekki talið þörf á að leita annarra gerenda.

Í upphafi þáttarins síðasta mánudag sagði Kimmel að „MAGA-hópurinn“ reyndi af örvæntingu að reyna að lýsa þessum dreng sem einhverjum öðrum en sínum eigin.

Hann sýndi síðan upptöku af Trump sem vísaði spurningu um áhrif dauða Kirk frá sér með því að monta sig af nýju veislusal sem hann er að láta byggja í Hvíta húsinu. Ummæli Kimmels fengu hlátur frá í sal. 

„Svona syrgir ekki fullorðinn maður vin sem er myrtur. Þetta er svona eins og fjögurra ára barn syrgir gullfisk,“ sagði Kimmel.

Tveimur dögum síðar hótaði Brendan Carr, formaður Fjarskiptanefndar (FCC), að svipta ABC-stöðvar leyfum til útsendinga ef þær héldu áfram að sýna þáttinn. Stuttu síðar tilkynnti fjölmiðlarisinn Nexstar, sem á margar ABC-stöðvar og er í miðju samruna­ferli sem þarf samþykki FCC, að fyrirtækið myndi fjarlægja þáttinn úr dagskrá stöðva sinna. ABC fylgdi í kjölfarið og dró hann af skjánum á landsvísu.

Stjörnur Hollywood bregðast við

Áður en Disney tilkynnti að þátturinn kæmi aftur á dagskrá skrifaði fjöldi kvikmyndastjarna undir opið bréf þar sem ákvörðunin var sögð „dökk stund fyrir tjáningarfrelsi í landinu, stjórnarskrárbrot og óamerísk.“

„Ríkisvaldið er að hóta einkafyrirtækjum og einstaklingum sem forsetinn er ósammála. Við megum ekki láta þessa ógn við frelsi okkar óátalda,“ sagði í bréfinu sem American Civil Liberties Union (ACLU) stóð að.

Meðal undirritaðra voru Pedro Pascal, Tom Hanks, Jennifer Aniston, Meryl Streep og Robert De Niro.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár