Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Kimmel snýr aftur eftir „yfirvegað samtal“

Spjall­þátt­ur Jimmy Kimmel snýr aft­ur á skjá­inn eft­ir á óvænt hlé á fram­leiðslu þeirra. Þátt­ur­inn var tek­inn af dag­skrá eft­ir þrýst­ing frá banda­rísk­um stjórn­völd­um.

Kimmel snýr aftur eftir „yfirvegað samtal“

Spjallþáttur Jimmy Kimmel, sem ABC tók óvænt af dagskrá í síðustu viku eftir að bandarísk stjórnvöld hótuðu sjónvarpsstöðvum sem sendu út þáttinn, snýr aftur á þriðjudag. Þetta kemur fram í tilkynningu Disney, eiganda ABC í dag.

ABC stöðvaði framleiðslu þáttanna óvænt eftir að íhaldsmenn kvörtuðu yfir athugasemdum sem Kimmel lét falla í kjölfar morðsins á kristna aktívistanum og áhrifavaldinum Charlie Kirk.

„Síðasta miðvikudag ákváðum við að stöðva upptökur á þættinum til að forðast að magna upp spennu á viðkvæmum tíma fyrir þjóðina,“ sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins. „Við töldum að sum ummælin hefðu verið óheppileg og þar með óviðeigandi. Við höfum átt yfirvegaðar samræður við Jimmy síðustu daga og í framhaldi af þeim ákváðum við að endurræsa þáttinn á þriðjudag.“

Óvænt brotthvarf Kimmels af skjánum, sem virtist koma í kjölfar þrýstings stjórnvalda á dreifingaraðila ABC, vakti reiði meðal frjálslyndra í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur sögðu Kimmel hafa verið skotmark vegna þess að hann væri harður gagnrýnandi Donalds Trump forseta. Trump fagnaði banninu og kallaði það „góðar fréttir fyrir Ameríku.“

Andstæðingar töldu málið nýjasta dæmið um vaxandi stjórn ríkisins á tjáningarfrelsi, sem er  hornsteinn bandarísks lýðræðis í hugum margra og stjórnarskrárvarinn réttur. Jafnvel sumir íhaldsmenn, þar á meðal Ted Cruz öldungadeildarþingmaður og sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, lýstu efasemdum.

Á föstudag hélt Trump áfram að kvarta yfir gagnrýnni fjölmiðlaumfjöllun og sagði hana „ólöglega.“

Hótanir frá FCC

Ummæli Kimmels sem deilan hverfist um féllu í kjölfar morðsins á Kirk, nánum bandamanni Trumps, sem var skotinn til bana á háskólasvæði í Utah. Saksóknarar hafa ákært 22 ára gamlan mann, Tyler Robinson, og ekki talið þörf á að leita annarra gerenda.

Í upphafi þáttarins síðasta mánudag sagði Kimmel að „MAGA-hópurinn“ reyndi af örvæntingu að reyna að lýsa þessum dreng sem einhverjum öðrum en sínum eigin.

Hann sýndi síðan upptöku af Trump sem vísaði spurningu um áhrif dauða Kirk frá sér með því að monta sig af nýju veislusal sem hann er að láta byggja í Hvíta húsinu. Ummæli Kimmels fengu hlátur frá í sal. 

„Svona syrgir ekki fullorðinn maður vin sem er myrtur. Þetta er svona eins og fjögurra ára barn syrgir gullfisk,“ sagði Kimmel.

Tveimur dögum síðar hótaði Brendan Carr, formaður Fjarskiptanefndar (FCC), að svipta ABC-stöðvar leyfum til útsendinga ef þær héldu áfram að sýna þáttinn. Stuttu síðar tilkynnti fjölmiðlarisinn Nexstar, sem á margar ABC-stöðvar og er í miðju samruna­ferli sem þarf samþykki FCC, að fyrirtækið myndi fjarlægja þáttinn úr dagskrá stöðva sinna. ABC fylgdi í kjölfarið og dró hann af skjánum á landsvísu.

Stjörnur Hollywood bregðast við

Áður en Disney tilkynnti að þátturinn kæmi aftur á dagskrá skrifaði fjöldi kvikmyndastjarna undir opið bréf þar sem ákvörðunin var sögð „dökk stund fyrir tjáningarfrelsi í landinu, stjórnarskrárbrot og óamerísk.“

„Ríkisvaldið er að hóta einkafyrirtækjum og einstaklingum sem forsetinn er ósammála. Við megum ekki láta þessa ógn við frelsi okkar óátalda,“ sagði í bréfinu sem American Civil Liberties Union (ACLU) stóð að.

Meðal undirritaðra voru Pedro Pascal, Tom Hanks, Jennifer Aniston, Meryl Streep og Robert De Niro.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár