Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Viðsnúningur í fjölskyldufyrirtæki Guðrúnar

Kjörís, ís­gerð í eigu Guð­rún­ar Haf­steins­dótt­ur, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og systkina henn­ar, skil­aði tæp­lega ell­efu millj­óna króna hagn­aði ár­ið 2024 eft­ir 41,5 millj­óna tap ár­ið áð­ur. Við­snún­ingn­um er þakk­að hag­ræð­ingu og nýj­um vél­bún­aði. Syst­ur­fé­lag hagn­að­ist um 7 millj­ón­ir.

Viðsnúningur í fjölskyldufyrirtæki Guðrúnar
Meðeigandi Guðrún, formaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi ráðherra, á Kjörís með systkinum sínum. Hún var um árabil starfsmaður fyrirtækisins og hefur stundum verið kölluð ísdrottningin vegna tengsla sinna við fyrirtækið. Mynd: Golli

Fimmtíu milljóna króna viðsnúningur varð á rekstri Kjöríss á síðasta ári og skilaði fyrirtækið hagnaði upp á tæpar ellefu milljónir árið 2024. Árið áður tapaði Kjörís 41,5 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi ísgerðarinnar fyrir árið 2024. 

Félagið er í jafnri eigu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokks, Aldísar Hafsteinsdóttur, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, og tveggja bræðra þeirra. Þrjú systkinanna mynda stjórn Kjöríss en Guðrún er sú eina sem ekki á þar sæti. 

StjórnarformaðurAldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, er stjórnarformaður Kjöríss.

Í ársreikningi er viðsnúningurinn skýrður sem árangur af fjárfestingu í nýjum vélbúnaði og hagræðingu í rekstri. Meðalfjöldi starfsmanna umreiknaður í heilsársstörf fækkaði um tvo; úr 51 í 49. 

„Fjármagnskostnaður er talsverður á liðnu ári en með lægri vöxtum og stöðugra rekstarumhverfi verður unnt að lækka þann kostnað. Nýr vélbúnaður ásamt hagræðingum í rekstri hefur skilað ágætum árangri og þarf áfram að vinna á sömu braut til að hagnaður verði …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Ekki háar tölur miðað við aðrar fréttir af fármála- og fyrirtækjamarkaði.
    0
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    ALLTAF ÁNÆGJULEGT AÐ LESA UM FRETT ÞAR SEM ÖÐRUM GENGUR VEL MEÐ SITT
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár