Fimmtíu milljóna króna viðsnúningur varð á rekstri Kjöríss á síðasta ári og skilaði fyrirtækið hagnaði upp á tæpar ellefu milljónir árið 2024. Árið áður tapaði Kjörís 41,5 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi ísgerðarinnar fyrir árið 2024.
Félagið er í jafnri eigu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokks, Aldísar Hafsteinsdóttur, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, og tveggja bræðra þeirra. Þrjú systkinanna mynda stjórn Kjöríss en Guðrún er sú eina sem ekki á þar sæti.

Í ársreikningi er viðsnúningurinn skýrður sem árangur af fjárfestingu í nýjum vélbúnaði og hagræðingu í rekstri. Meðalfjöldi starfsmanna umreiknaður í heilsársstörf fækkaði um tvo; úr 51 í 49.
„Fjármagnskostnaður er talsverður á liðnu ári en með lægri vöxtum og stöðugra rekstarumhverfi verður unnt að lækka þann kostnað. Nýr vélbúnaður ásamt hagræðingum í rekstri hefur skilað ágætum árangri og þarf áfram að vinna á sömu braut til að hagnaður verði …
Athugasemdir