Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ofbeldi á meðal barna eykst en fleiri þekkja rétt sinn

Heim­il­isof­beldi á milli systkina og á milli for­eldra og barna hef­ur auk­ist um 29 pró­sent síð­an í fyrra. „Börn eru far­in að átta sig sterkt á rétt­ind­um sín­um,“ seg­ir Ólöf Ásta Farest­veit for­stjóri Barna- og fjöl­skyldu­stofu. Hún tel­ur vit­unda­vakn­ingu hafa orð­ið í sam­fé­lag­inu en seg­ir áhættu­hegð­un barna hafa auk­ist.

Ofbeldi á meðal barna eykst en fleiri þekkja rétt sinn
Heimilisofbeldi aukist Heimilisofbeldi á milli systkina og á milli foreldra og barna jókst um 29 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við í fyrra. Mynd: Shutterstock

Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir aukningu í heimilisofbeldismálum sem snúa að börnum ekki koma á óvart. Í nýrri skýrslu lögreglustjóra um heimilisofbeldi fyrstu sex mánuði ársins segir: „Ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims gegn systkini, foreldri gegn barni og barn gegn foreldri fjölgar um 29 prósent samanborið við sama tímabil og í fyrra.“

Ólöf telur að margar ólíkar breytur liggi á bakvið tölurnar. Bæði hafi vitundavakning orðið í málaflokknum en stofnunin sjái þó einnig aukna áhættuhegðun meðal barna. 

Börn þekkja rétt sinn

„Ég held að aðgerðir samfélagsins séu að ýta þessum málum upp á yfirborðið,“ segir Ólöf. Hún telur það að vissu leyti jákvætt því þá sé hægt að grípa til aðgerða til að draga úr ofbeldi. Þá segir hún að aðgerðir lögreglu skipti líka gríðarlegu máli. Lögreglan hafi verið að „taka þessi mál og sýna þeim athygli.“ 

„Samfélagið allt er mjög meðvitað um þennan málaflokk – að börn …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár