Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir aukningu í heimilisofbeldismálum sem snúa að börnum ekki koma á óvart. Í nýrri skýrslu lögreglustjóra um heimilisofbeldi fyrstu sex mánuði ársins segir: „Ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims gegn systkini, foreldri gegn barni og barn gegn foreldri fjölgar um 29 prósent samanborið við sama tímabil og í fyrra.“
Ólöf telur að margar ólíkar breytur liggi á bakvið tölurnar. Bæði hafi vitundavakning orðið í málaflokknum en stofnunin sjái þó einnig aukna áhættuhegðun meðal barna.
Börn þekkja rétt sinn
„Ég held að aðgerðir samfélagsins séu að ýta þessum málum upp á yfirborðið,“ segir Ólöf. Hún telur það að vissu leyti jákvætt því þá sé hægt að grípa til aðgerða til að draga úr ofbeldi. Þá segir hún að aðgerðir lögreglu skipti líka gríðarlegu máli. Lögreglan hafi verið að „taka þessi mál og sýna þeim athygli.“
„Samfélagið allt er mjög meðvitað um þennan málaflokk – að börn …
Athugasemdir