„Þetta eru ekki tölur sem koma okkur á óvart sem slíkt,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. En í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að 73 prósent landsmanna segja að haft hafi verið samband við þá á síðastliðnu ári af aðilum sem þeir telja hafa ætlað að svindla á sér eða svíkja út fé.
Tölurnar eru þó ekki í samræmi við þau mál sem koma upp á borð lögreglu en Guðjón segir: „Við teljum – og það virðist vera tilhneiging á Norðurlöndum – að fæstir séu að tilkynna þetta til lögreglu.“ Þetta eigi einnig við um fólk sem hefur tapað fjármunum: „Í mörgum tilfellum þegar fólk er að tapa fé, þá er það ekki einu sinni að kæra til lögreglu.“
Fyrirframgreiðslur, þar sem fólk kaupi vörur á netinu sem það síðan fær ekki, segir Guðjón að séu mjög algeng svik sem lítið sé tilkynnt um. …
Athugasemdir