Ellefu umsóknir bárust um starf ritstjóra fréttaskýringaþáttsins Kveiks á RÚV. Umsóknarfrestur var til og með 8. september síðastliðinn. Þrír umsækendur drógu umsókn sína tilbaka í kjölfar óskar um nafnbirtingu.
Ingólfur Bjarni Sigfússon hefur verið ritstjóri Kveiks síðastliðin ár. Hann greindi frá því á Facebook-síðu sinni þann 25. ágúst að hann segði starfinu lausu. Þar kallaði hann starfið „eitt mest spennandi, en líka eitt erfiðasta, starf í fjölmiðlum.“
Umsækjendur eru:
- Arman Ahmadizad
- Cristian Fernandez Vivanco
- Elvar Gunnarsson
- Freyr Hákonarson
- Ingi Freyr Vilhjálmsson
- Ragnhildur Þrastardóttir
- Serhiii Ostrovskyi
- Tryggvi Aðalbjörnsson
Kveikur hóf göngu sína haustið 2017 og hefur síðan hlotið sex Edduverðlaun sem frétta- eða viðtalsþáttur ársins og sem besta sjónvarpsefnið. Dómnefnd Blaðamannafélags Íslands valdi umfjöllun Kveiks og Stundarinnar – nú Heimildarinnar – um Samherjaskjölin rannsóknarblaðamennsku ársins 2019.
Athugasemdir