Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks

Ell­efu manns sóttu um stöðu rit­stjóra frétta­skýr­inga­þátts­ins Kveiks. Þar af drógu þrír um­sókn sína til baka eft­ir að ósk­að var eft­ir nafn­birt­ingu.

Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks
Ellefu sóttu um stöðu ritstjóra Kveiks

Ellefu umsóknir bárust um starf ritstjóra fréttaskýringaþáttsins Kveiks á RÚV. Umsóknarfrestur var til og með 8. september síðastliðinn. Þrír umsækendur drógu umsókn sína tilbaka í kjölfar óskar um nafnbirtingu.

Ingólfur Bjarni Sigfússon hefur verið ritstjóri Kveiks síðastliðin ár. Hann greindi frá því á Facebook-síðu sinni þann 25. ágúst að hann segði starfinu lausu. Þar kallaði hann starfið „eitt mest spennandi, en líka eitt erfiðasta, starf í fjölmiðlum.“

Umsækjendur eru:

  • Arman Ahmadizad
  • Cristian Fernandez Vivanco
  • Elvar Gunnarsson
  • Freyr Hákonarson
  • Ingi Freyr Vilhjálmsson
  • Ragnhildur Þrastardóttir
  • Serhiii Ostrovskyi
  • Tryggvi Aðalbjörnsson

Kveikur hóf göngu sína haustið 2017 og hefur síðan hlotið sex Edduverðlaun sem frétta- eða viðtalsþáttur ársins og sem besta sjónvarpsefnið. Dómnefnd Blaðamannafélags Íslands valdi umfjöllun Kveiks og Stundarinnar – nú Heimildarinnar – um Samherjaskjölin rannsóknarblaðamennsku ársins 2019.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár