Þingmenn í Hong Kong höfnuðu í dag frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem hefði veitt samkynhneigðum pörum – sem eru með skráða sambúð erlendis – takmörkuð réttindi í Hong Kong er varða læknisþjónustu og erfðamál. Niðurstaðan er mikið áfall fyrir hinsegin samfélagið í Hong Kong.
Hong Kong bannar sem stendur hjónabönd samkynhneigðra. En aðgerðasinnar hafa samt sem áður unnið mál fyrir dómstólum sem hafa fellt úr gildi ýmsa mismunun. Til dæmis er varða vegabréfsáritanir, skattamál, erfðir og húsnæðismál.
89 þingmenn kusu gegn frumvarpinu sem ríkisstjórnin lagði fram í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar frá árinu 2023. Þar var fyrirskipað að lagalegan ramma þyrfti að setja um málefni hinsegin para.
Saga hinsegin baráttu í Hong Kong
Árið 1991 samþykkti löggjafinn í Hong Kong að afglæpavæða kynferðislegar athafnir milli karla 21 árs og eldri. Þannig fylgdi Hong Kong fordæmi Bretlands.
Eftir að borgin var afhent Kína árið 1997, náðu hinsegin aðgerðasinnar takmörkuðum árangri gagnvart löggjafanum en …
Athugasemdir