Ísrael ver árásir á Katar eftir gagnrýni frá Trump

Full­trúi Ísra­els seg­ir loft­árás­ir á Ham­as-leið­toga í Kat­ar hafa ver­ið rétt­læt­an­leg­ar. Kat­ar seg­ist hafa feng­ið við­vör­un of seint. Sex Ham­as-lið­ar og ör­ygg­is­vörð­ur voru drepn­ir í árás­un­um, sem for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els seg­ir hafa ver­ið svar við skotárás í Jerúsalem.

Ísrael ver árásir á Katar eftir gagnrýni frá Trump
Ísraelsher gerði árás á byggingu í Doha, höfuðborg Katar, þann 9. september síðastliðinn. Talsmaður hersins sagði aðgerðum hafa verið beint að æðstu leiðtogum Hamas. Mynd: Jacqueline PENNEY / AFPTV / AFP

Fulltrúi Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum réttlætti í dag árásir á leiðtoga Hamas í Katar og sagði að þær hefðu verið „rétt“ ákvörðun, þrátt fyrir sjaldgæfa athugasemd Bandaríkjaforseta við aðgerðum Ísraelshers. 

Hvíta húsið tilkynnti að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði ekki verið sammála ákvörðun Ísraels um að ráðast til atlögu á þriðjudag og að Bandaríkin hefðu varað Katar við fyrirhuguðum loftárásum. Katar, sem hefur gegnt lykilhlutverki í sáttatilraunum vegna stríðsins í Gaza, sagði hins vegar að viðvörunin frá Washington hefði borist þegar árásin var þegar hafin. 

Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í útvarpsviðtali í dag að Ísrael væri ekki bundið af hagsmunum Bandaríkjanna í öllum málum.

„Við vinnum í samráði, þeir veita okkur ótrúlegan stuðning og við kunnum að meta það, en stundum tökum við ákvarðanir og látum Bandaríkin svo vita,“ sagði hann, samkvæmt AFP.

„Þetta var ekki árás á Katar; þetta var árás á Hamas. Við erum …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár