Samanlagt mun skattur, gjöld og afnám heimilda gera það að verkum að byrðar á heimili og fyrirtæki hækka um 28 milljarða verði nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt á komandi þingvetri. Þar af munu heimili landsins taka á sig 64 prósent byrðanna sem telja beint 18,3 milljarða en breytingar á sköttum á lögaðila verða 9,7 milljarðar.
Helstu breytingarnar fyrir heimili eru áætlanir um að afnema heimild hjóna og sambýlisfólk til að samnýta skattþrep. Tekjuáhrifin af þessari breytingu er metin á um 4 milljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Þá verður felld á brott heimild til þess að nýta ónýttan persónuafslátt til greiðslu fjármagnstekjuskatts. Með þessari aðgerð sparast einn og hálfur milljarður. Þetta þýðir í reynd að einstaklingar sem áður gátu lækkað eða núllstillt fjármagnstekjuskatt með ónýttum persónuafslætti munu ekki lengur hafa þá leið, og ríkið innheimtir því meira af fjármagnstekjuskatti.
Ein stærsta breytingin fyrir flest heimili landsins eru gjöld á ökutæki og eldsneyti, en …
Athugasemdir (1)