Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ólga í Nepal eftir að ríkisstjórnin setti hömlur á Facebook, YouTube og X

Millj­ón­ir not­enda segja ákvörð­un­ina skaða við­skipti og skerða tján­ing­ar­frelsi en ákvörð­un­in bygg­ir á úr­skurði Hæsta­rétt­ar og reglu­gerð frá 2023.

Ólga í Nepal eftir að ríkisstjórnin setti hömlur á Facebook, YouTube og X
Loftmynd af Kathmandu en þar sem annars staðar í Nepal voru settar hömlur á fjölda samfélagsmiðla í dag. Mynd: AFP

Nokkrir samfélagsmiðlar, þar á meðal Facebook, urðu óaðgengilegir í Nepal í dag eftir að stjórnvöld lokuðu á óskráða miðla. Það olli milljónum notenda bæði reiði og ruglingi.

Fjarskipta- og upplýsingatækniráðuneytið  í Nepal hefur falið fjarskiptayfirvöldum að loka fyrir 26 miðla sem ekki hafa skráð starfsemi sína í Nepal, þar á meðal Facebook, YouTube, X og LinkedIn.

„Eftir fyrirmælin í gær lokuðum við fyrir vefslóðirnar en það tekur tíma að slökkva á öllu kerfinu,“ sagði Sudhir Parajuli, formaður Samtaka netþjónustuveitenda í Nepal, í samtali við AFP.
„Við erum að ákveða hvaða aðferðir við notum.“

Vinsælir miðlar á borð við Facebook, Instagram og X hafa milljónir notenda í Nepal sem nýta þá til afþreyingar, fréttamiðlunar og viðskipta.

Ríkisstjórnin veitti sjö daga frest

„Mér finnst þessi ákvörðun stjórnvalda mjög slæm. Við rekum fyrirtækið okkar í gegnum Facebook og ef það lokast hefur það mikil áhrif á okkur,“ sagði Jenisha Joshi, 25 ára, sem selur skart og fylgihluti á Facebook. „Facebook gerir okkur líka kleift að halda sambandi við félaga okkar sem búa erlendis. Það ætti ekki að vera bannað.“

Ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að veita fyrirtækjunum sjö daga frest til að skrá starfsemi sína í Nepal og koma á fót tengiliði, ábyrgðarmanni fyrir kvartanir og sérstökum regluverði með fasta búsetu í landinu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar í september í fyrra.

Nepal samþykkti árið 2023 reglugerð sem kveður á um að samfélagsmiðlar skrái starfsemi sína og hafi staðbundna viðveru. Óánægja almennings birtist einnig á þeim miðlum sem enn voru aðgengilegir á föstudag.

„Þau hafa engan áhuga á því hvaða áhrif þetta hefur á fólkið í landinu“

Sumana Shrestha, þingkona stjórnarandstöðuflokksins Rastriya Swatantra Party, sakaði stjórnvöld um að reyna að hefta tjáningarfrelsi. „Þau hafa engan áhuga á því hvaða áhrif þetta hefur á fólkið í landinu,“ sagði hún við AFP.

Beh Lih Yi, svæðisstjóri Committee to Protect Journalists, sagði að ákvörðunin „setti hættulegt fordæmi fyrir fjölmiðlafrelsi“ og hvatti stjórnvöld til að draga hana til baka.

Netlögreglan í Nepal hefur varað við óhóflegri notkun á VPN-tengingum, þar sem hún getur stefnt persónuupplýsingum og öryggi í hættu.

Áður settar hömlur á samfélagsmiðla

Samkvæmt talsmanni ráðuneytisins, Gajendra Kumar Thakur, höfðu nokkur fyrirtæki haft samband vegna lokunarinnar.

Nepal hefur áður sett hömlur á vinsæla samfélagsmiðla.
Aðgangi að spjallforritinu Telegram var lokað í júlí í fyrra, með vísan til aukinna netsvika og peningaþvættis. Ríkisstjórnin aflétti hins vegar níu mánaða banni á TikTok í ágúst í fyrra eftir að Suður-Asíudeild fyrirtækisins féllst á að fylgja nepölskum reglum.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár