Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands (HÍ), telur að HÍ eigi að styðja við akademíska sniðgöngu ísraelskra háskóla vegna stríðsglæpa sem þeir eru sakaðir um gagnvart palestínsku þjóðinni. Á sama tíma er Magnús Karl ósammála aðferðum mótmælenda sem vöktu upp miklar umræður um akademískt frelsi innan Háskóla Íslands í ágúst síðastliðnum og bendir á að þau mótmæli virðast ekki hafa fylgt tillögum alþjóðlegu sniðgönguhreyfingarinnar. Þetta kemur fram í færslu sem hann ritar á heimasíðu sína. Magnús Karl bauð sig fram til embættis háskólarekstors fyrr á árinu en laut í lægra haldi fyrir Silju Báru Ómarsdóttur.
Erfið umræða fyrir háskólasamfélagið
„Umræða síðustu vikna um mótmæli gegn fyrirlestri Gil Epstein, prófessors í hagfræði við Bar-Ilan háskólann í Ísrael hafa reynst okkur í Háskóla Íslands erfiðar,“ skrifar Magnús Karl en málið hefur vakið upp flóknar umræður um akademískt frelsi á Íslandi og sitt sýnist hverjum. Mótmælendur voru með háreysti á fyrirlestri …
Athugasemdir