„Við erum öll búin að horfa upp á óbærilegar þjáningar almennra borgara í tvö ár. Við viljum öll raunverulegar aðgerðir,“ segir Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Samtökin eru á meðal rúmlega hundrað samtaka og félaga sem taka þátt í fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði á laugardaginn.
„Við ákváðum að hafa þetta opinn samráðsvettvang þar sem félög gátu skráð sig til leiks,“ segir Tótla og bætir við: „Þetta er í rauninni leið fyrir flesta til að sýna samstöðu.“
Hún segir að fólk sé eindregið hvatt til þess að mæta en viðburðurinn fer fram á sex stöðum víða um landið: Reykjavík, Ísafirði, Stykkishólmi, Akureyri, Egilsstöðum og Húsavík. „Þetta er ólíkur hópur með ólíkar raddir og kannski tilraun til að breikka samstöðuna. Þannig það eru öll velkomin á þennan viðburð.“
Ísland þarf að bregðast við af hörku
Í lýsingu á fjöldafundinum segir: „Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum …
Athugasemdir