Átöppunarfyrirtækið Icelandic Glacial lýsir yfir áhyggjum af orðsporsáhættu Ölfuss ákveði það að heimila uppbyggingu Coda Terminal verkefnis Carbfix, og segir áætlanir mögulega setja umhverfisvæna ásýnd sveitarfélagsins í uppnám.
Þetta kemur fram í umsögn fyrirtækisins sem birtist ásamt fjölda annarra umsagna á vef Skipulagsstofnunnar. Þar lýsa margir íbúar yfir áhyggjum með fyrirhugaða uppbyggingu. Veðurstofan setur spurningamerki við mikla vatnsnotkun á svæði þar sem þegar mikil vatnstaka fer fram og munar um áætlanir Coda Terminal, verði af þeim.
Ógnar ímyndinni
Vatnsfyrirtækið Icelandic Glacial hefur verið með starfsemi í Ölfuss í áratugi og segir í umsögn fyrirtækisins, sem er rituð á ensku, að niðurdæling af þeirri stærðargráðu sem Carbfix stefnir á, geti ógnað ímynd svæðisins, sem grænt og umhverfisvænt sveitarfélag. Það eigi einnig við um umhverfisvæna framleiðslu á matvælum. Átöppunarfyrirtækið gerir athugasemd við það að orðsporsáhættan ógni tilvist fyrirtækja sem hafa verið fyrir á fleti í áratugi og völdu sveitarfélagið sérstaklega vegna grænnar …
Áhugavert!