Finnskur dómstóll dæmir nígerískan aðskilnaðarsinna í fangelsi

Simon Ekpa var fund­inn sek­ur um að hafa út­veg­að hryðju­verka­sam­tök­um vopn og hvatt fylgj­end­ur sína til glæpa. Hann hef­ur ver­ið virk­ur í starfi Íhalds­flokks­ins í Finn­landi.

Finnskur dómstóll dæmir nígerískan aðskilnaðarsinna í fangelsi
Glæpirnir voru framdir í finnsku borginni Lahti á árunum 2021 til 2024. Ekpa er fyrrverandi fulltrúi Íhaldsflokksins í Lahti. Mynd: Wikipedia

Finnskur dómstóll hefur dæmt nígerískan aðskilnaðarsinna til sex ára fangelsisvistar fyrir hryðjuverkabrot eftir að hann barðist fyrir sjálfstæði Biafra-héraðs með „ólögmætum leiðum“.

Maðurinn heitir Simon Ekpa, er 40 ára gamall og með tvöfalt ríkisfang; bæði í Finnlandi og Nígeríu. Hann var fundinn sekur um að hafa útvegað hópum aðskilnaðarsinna skotvopn og sprengiefni og hvatt fylgismenn sína til að fremja glæpi.

Lykilmaður

Samkvæmt dómi héraðsdóms Päijät-Häme var hann lykilmaður í samtökum og hópum sem börðust fyrir sjálfstæði suðausturhluta Nígeríu, þar sem borgarastyrjöldin 1967 til 1970 kostaði hundruð þúsunda mannslífa.

Í yfirlýsingu sagði dómstóllinn að Ekpa hefði verið sakfelldur fyrir að „taka þátt í starfsemi hryðjuverkasamtaka og opinbera hvatningu til að fremja hryðjuverk“.

Nýtti sér samfélagsmiðla

Hann var jafnframt fundinn sekur um stórfelld skattasvik. Glæpirnir voru framdir í finnsku borginni Lahti á árunum 2021 til 2024. „Hann notaði samfélagsmiðla til að afla sér pólitískra áhrifa og nýtti ringulreið innan aðskilnaðarhreyfingar í Nígeríu til að taka sér veigamikið hlutverk,“ sagði í dóminum.

Hann tók þátt í skipulagningu starfsemi hreyfingarinnar, meðal annars stofnun vopnaðra hópa „sem héraðsdómurinn taldi vera hryðjuverkasamtök“.

„Ekpa útvegaði hópunum vopn, sprengiefni og skotfæri í gegnum tengslanet sitt. Hann var einnig talinn hafa hvatt og tælt fylgjendur sína á samfélagsmiðlinum X til að fremja glæpi í Nígeríu,“ sagði ennfremur.

Neitaði sök

Ekpa neitaði sök og hélt því fram að hann hefði einungis miðlað skilaboðum stjórnvalda og upplýsingum um atburði í héraðinu. 

Hann hefur ítrekað ratað í staðreyndakannanir AFP á undanförnum árum vegna rangra eða villandi fullyrðinga sem hann hefur sett fram í tengslum við sjálfstæðisbaráttu Biafra-hreyfingarinnar í Nígeríu.

Ekpa hefur búið í Lahti frá árinu 2007 ásamt fjölskyldu sinni. Hann lærði finnsku, fékk finnskan ríkisborgararétt og gegndi herþjónustu í finnska hernum árið 2013 í Häme-herdeildinni í Hennala. Hann er einnig skráður í varalið finnska hersins.

Hann hóf afskipti af finnskum stjórnmálum árið 2012 og hefur verið virkur síðan. Hann bauð sig fram fyrir Íhaldsflokkinn Kansallinen Kokoomus í sveitarstjórnarkosningunum 2017 og aftur í svæðiskosningunum 2022.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
6
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár