Þáttaserían King & Conqueror hefur fengið blendna dóma í fjölmiðlum í Bretlandi. Einn gagnrýnandi sagði frekar líkjast Monty Python en Game of Thrones. Serían er runnin undan rifjum Baltasars Kormáks, en BBC og CBS framleiða hana ásamt Baltasar, sem leikstýrði einnig einum þætti seríunnar. Hún var að miklu leyti tekin upp hér á landi, og hafa sumir gagnrýnendur gert athugasemdir við að skortur sé á trjám á skjánum.
Þáttaserían skartar heimsfrægum leikurum, meðal annars Dananum Nikolaj Coster-Waldau sem vakti heimsathygli fyrir túlkun sína á hinum margslungna Jaime Lannister í Game of Thrones. Serían þarf því að þola heldur erfiðan samanburð við Game of Thrones af hálfu gagnrýnenda í bresku pressunni, sem eru nokkuð harðir í dómum sínum.
Vantar bara John Cleese
Breska blaðið Telegraph er líklega harðast í umfjöllun sinni og segir seríuna meira í ætt við Monty Python en Game of Thrones. Þættirnir minni frekar á goðsagnakenndu grínmyndina Monty …
Athugasemdir