Sextán mjólkurkýr drápust vegna gasmengunar á bænum Ásgarði í Reykholtsdal í lok júlí. „Þetta er vissulega hörmulegt mál,“ segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Kýrnar sextán drápust vegna brennisteinsvetnismengunar sem myndaðist þegar hrært var upp í haughúsinu undir fjósinu. Þær höfðu verið úti á túni en komist aftur inn í fjósið þar sem mjaltarþjón er að finna. Fimmtán kýr létust sama dag en sú sextánda lést daginn eftir atvikið. Skessuhorn greindi frá atvikinu í síðustu viku.
„Þetta hefði aldrei átt að gerast. Þarna hefði átt að gæta þess að engin dýr kæmust inn,“ segir Linda. Hún segir að eflaust hafi verið um slys að ræða. „Engu að síður er um að ræða alvarlegt gáleysi sem olli þjáningu og dauða sextán kúa. Matvælastofnun þarf að skoða þetta mál.“
Ekki grunur um refsiverða háttsemi
Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir Matvælastofnunar segir að málið hafi komið upp á borð hjá MAST eftir að …
Athugasemdir (1)