Dósent við Háskóla Íslands veltir fyrir sér hvort framganga lektors í mótmælum í Þjóðminjasafninu sé brot á siðareglum Háskóla Íslands. Hann segir vafasamt að hrópa niður raddir í fræðimennsku, þá skipti engu hvaðan þær eru, en mótmælendur komu í veg fyrir að prófessor hjá ísraelskum háskóla héldi erindi um gervigreind á þriðjudag.
„Það sem við stöndum frammi fyrir, er þessi klemma, starfsmenn háskólans eru bundnir af ákveðnum siðareglum,“ segir Kolbeinn Hólmar Stefánsson, dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla íslands. Hann gagnrýnir mótmælin á samfélagsmiðlum. Þar skrifaði hann:

„Ég hef skömm á því starfsfólki sem tók þátt í þessari aðgerð, enda með frekar harða afstöðu með akademísku frelsi. Það er óásættanlegt að starfsfólk þaggi niður í fyrirlesurum fyrir að tengjast röngum aðilum og vera ekki bandamenn tiltekinna pólitíska …
Athugasemdir (2)