Í borginni Sumy í norðausturhluta Úkraínu gekk útfararstjórinn Svitlana Ostapenko fram og aftur á meðan hún bjó hina látnu undir þeirra síðustu ferð. Eftir fimm ára starf í útfararþjónustunni var hún orðin vön því að sjá lík, en sívaxandi fjöldi látinna, og þar á meðal ungs fólks sem lést í árásum Rússa, var farinn að yfirbuga hana. „Dauðinn gerir ekki greinarmun á ungum og gömlum,“ sagði hún grátandi við AFP.
Á útfararstofum í Úkraínu starfar fólk sem er sjálft að reyna að lifa stríðið af en verður ítrekað vitni að ofbeldisfullum dauðsföllum í kjölfar innrásar Rússa, sem hófst snemma árs 2022, og ber vaxandi tilfinningalega byrði á sama tíma og það styður syrgjandi fjölskyldur.
Þar að auki hefur heimabær Ostapenko, Sumy, sem er nálægt landamærum Rússlands, orðið fyrir sprengjuárásum allan innrásartímann. Framlína rússneska hersins hefur fært bardagana í allt að 20 kílómetra nálægð. Íbúar borgarinnar ganga hjá án þess að …
Athugasemdir