Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
Hjördís þurfti að tjalda þar sem X er merkt á myndina Það er löng vegalengd um hátt gras, hæðir og möl að komast frá almenna tjaldsvæðinu að kamrinum fyrir hreyfihamlaða. Ekki var búið að gera ráðstafanir svo að hreyfihamlaðir gætu tjaldað eða farið um svæðið á aðgengilegan máta.

„Þetta átti að vera svo æðislegt en svo auðvitað skyggði þetta á,“ segir Hjördís Heiða Ásmundsdóttir. Hún sótti tónlistarhátíðina Vor í Vaglaskógi um Verslunarmannahelgina sem var auglýst sem aðgengileg fyrir hreyfihamlaða en Hjördís notar hjólastól. Aðgengi reyndist þó mjög ábótavant. Hjördís, dóttir hennar og vinir biðu tímunum saman eftir svörum frá Jakobi Frímanni Magnússyni, skipuleggjanda hátíðarinnar, um viðeigandi ráðstafanir og misstu af kvöldvöku hátíðarinnar í kjölfarið. 

Máttu sýna þakklæti

Hjördís segir að vinkona sín hafi mætt á staðinn um leið og opnaði og hafi þá spurt hvernig aðgengi fyrir hreyfihamlaða hefði verið hugsað. Starfsfólk hafi ekki verið upplýst um hvernig því yrði háttað. Hún hafi sagt skipuleggjenda hátíðarinnar, Jakobi Frímanni, að ekki væri raunhæft fyrir hreyfihamlaða að vera á tjaldsvæðinu en þar var stórt engi og grasið hátt. Þess utan var þaðan löng vegalengd að kamri fyrir hreyfihamlaða. Jakob Frímann hafi sagt að Hjördís gæti tjaldað í trjájaðri rétt hjá …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár