„Þetta átti að vera svo æðislegt en svo auðvitað skyggði þetta á,“ segir Hjördís Heiða Ásmundsdóttir. Hún sótti tónlistarhátíðina Vor í Vaglaskógi um Verslunarmannahelgina sem var auglýst sem aðgengileg fyrir hreyfihamlaða en Hjördís notar hjólastól. Aðgengi reyndist þó mjög ábótavant. Hjördís, dóttir hennar og vinir biðu tímunum saman eftir svörum frá Jakobi Frímanni Magnússyni, skipuleggjanda hátíðarinnar, um viðeigandi ráðstafanir og misstu af kvöldvöku hátíðarinnar í kjölfarið.
Máttu sýna þakklæti
Hjördís segir að vinkona sín hafi mætt á staðinn um leið og opnaði og hafi þá spurt hvernig aðgengi fyrir hreyfihamlaða hefði verið hugsað. Starfsfólk hafi ekki verið upplýst um hvernig því yrði háttað. Hún hafi sagt skipuleggjenda hátíðarinnar, Jakobi Frímanni, að ekki væri raunhæft fyrir hreyfihamlaða að vera á tjaldsvæðinu en þar var stórt engi og grasið hátt. Þess utan var þaðan löng vegalengd að kamri fyrir hreyfihamlaða. Jakob Frímann hafi sagt að Hjördís gæti tjaldað í trjájaðri rétt hjá …
Athugasemdir