Ný lög sem takmarka notkun farsíma í finnskum skólum tóku gildi á föstudag, rétt áður en skólarnir hefja starfsemi að loknu sumarleyfi.
Lagasetninguna má rekja til þess að Finnland, sem hefur lengi verið þekkt fyrir framúrskarandi menntakerfi, hefur horft upp á einkunnir lækka í PISA-könnun OECD, sem metur hæfni 15 ára nemenda í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum.
Í nýjustu PISA-mælingu OECD frá 2022 kom fram að 41 prósent finnskra nemenda töldu að notkun stafrænna tækja truflaði þá í flestum eða öllum stærðfræðitímum – sem er mun meira en meðaltal OECD ríkja, sem var 31 prósent.
Til að bregðast við því var í apríl samþykkt breyting á grunnskólalögum, sem bannar notkun farsíma hjá nemendum á aldrinum 7 til 16 ára meðan á kennslu stendur. Nú er aðeins heimilt að nota síma eða önnur snjalltæki í kennslustundum með leyfi kennara – annaðhvort sem hjálpartæki við nám eða vegna heilbrigðisástæðna.
Misjafnt er …
Athugasemdir