Örsmáar plastagnir sem kallast örplast hafa safnast upp í heilum manna, en sérfræðingar segja að ekki séu enn komnar nægar sannanir til að segja til um hvort það valdi okkur skaða.
Þessar plastagnir, sem eru að mestu ósýnilegar, hafa fundist allt frá fjallstindum til úthafsbotnsins, í loftinu sem við öndum að okkur og matnum sem við borðum. Þær hafa einnig fundist víða í mannslíkamanum, í lungum, hjörtum, fylgjum og jafnvel farið yfir blóð-heila hömlurnar (e. blood-brain barrier).
Sívaxandi útbreiðsla örplasts hefur orðið lykilatriði í viðleitni til að semja fyrsta alþjóðasamning heims um plastmengun, en næsta umferð viðræðna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Genf í næstu viku.
Áhrif örplasts og enn smærri nanóplasts á heilsu manna eru ekki enn að fullu skilin, en vísindamenn hafa unnið að því að afla frekari upplýsinga á þessu tiltölulega nýja sviði.
Mest áberandi rannsóknin sem skoðar örplast í heila var birt í tímaritinu …
Athugasemdir (1)