„Orkuskiptin eru óstöðvandi, en þau eru ekki nógu hröð eða sanngjörn ennþá,“ sagði António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna. En hann hélt á þriðjudag erindi um orkuskipti í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.
Í erindinu minntist Guterres á vaxandi fjárfestingar í hreinni orku og lækkandi kostnað við sólar- og vindorku sem eru nú orðnar keppinautar jarðefnaeldsneytisins. Í yfirlýsingunni kom fram að þessir orkugjafar eru orðnir ódýrari. En sólarorkar er 41 prósent ódýrari og vindorka á hafi 53 prósent ódýrari en jarðefnaeldsneyti. Guterres sagði hreina orkugjafa geta tryggt raunverulegt orkusjálfstæði.
Erindið bar nafnið Augnablik tækifærisins: Að auka orkuöldina og er framhald af erindinu Augnabliki sannleikans sem hann flutti í fyrra. Flutti Guterres erindið samhliða nýrri tæknilegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem byggir á gögnum alþjóðlegra orku- og fjármálastofnanna.
„Fylgið bara peningunum,“ sagði Guterres og benti á að tveimur billjónum hefði verið fjárfest í hreina orku á síðasta ári. Það eru 800 milljörðum …
Athugasemdir