Ísraelsmenn svöruðu vaxandi alþjóðlegri gagnrýni á að þeir bæru ábyrgð á langvarandi matarskorti á Gaza, með því að saka Hamas um að skapa vísvitandi mannúðarkreppu á palestínska landsvæðinu.
Meira en 100 hjálpar- og mannréttindasamtök sögðu á miðvikudag að „fjöldahungursneyð“ væri að breiðast út á Gaza-svæðinu. Frakkland varaði við vaxandi „hættu á hungursneyð“ af völdum „hafnarbannsins sem Ísrael hefur sett á“. Alls kölluðu 111 samtök eftir tafarlausu samningsbundnu vopnahléi, opnun allra landamærastöðva og frjálsu flæði hjálpargagna í gegnum kerfi Sameinuðu þjóðanna.
Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar lét einnig í sér heyra og sagði að „stór hluti íbúa Gaza svelti“. „Ég veit ekki hvað annað þú myndir kalla það en fjöldahungursneyð – og hún er manngerð,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus.
David Mencer, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, svaraði hins vegar fullum hálsi: „Það er engin hungursneyð af völdum Ísraels. Það er manngerður skortur sem Hamas hefur skipulagt.“
Saka Hamas um að ræna hjálpargögnum
Isaac Herzog, forseti …
Athugasemdir