Mótmælendurnir komu saman fyrir utan utanríkisráðuneytið klukkan 14 í dag. Þeir mótmæltu hungursneyðinni sem ríkir á Gasa og kröfðust aðgerða umfram yfirlýsinga frá íslenskum yfirvöldum.
Mótmælendur notuðu rauða málningu til að undirstrika skilaboð sín en hún er oft notuð til þess að tákna blóð. Þeir meðal annars helltu rauðri málningu á stéttina fyrir framan ráðuneytið og þrykktu rauð handaför á gler og veggi byggingarinnar. Þá skvetti einn mótmælandi rauðri málningu yfir ljósmyndara á vegum Morgunblaðsins sem var nokkuð brugðið. Mótmælandinn hljóp síðan í burtu.
Lögregla var með viðbúnað á svæðinu og fylgdist með en veitti mótmælandanum ekki eftirför.

Gekk á milli ljósmyndara
Stefán Pálsson sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna skrifaði færslu á Facebook. Þar lýsir hann atvikinu: „Ömurleg uppákoma átti sér stað á mótmælunum við ráðuneytið. Maður í hópnum gekk á milli ljósmyndara og myndatökumanna og spurði …
Athugasemdir