Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Rauðri málningu skvett yfir ljósmyndara og utanríkisráðuneytið

Mót­mæl­end­ur þrykktu rauðri máln­ingu á Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið í dag. Voru þeir að krefjast að­gerða vegna hung­urs­neyð­ar­inn­ar á Gasa. Einn mót­mæl­andi skvetti rauðri máln­ingu yf­ir ljós­mynd­ara Morg­un­blaðs­ins.

Rauðri málningu skvett yfir ljósmyndara og utanríkisráðuneytið
Rauð málning á ljósmyndara Mótmælandi skvetti rauðri málningu yfir ljósmyndara Morgunblaðsins. Mynd: Víkingur

Mótmælendurnir komu saman fyrir utan utanríkisráðuneytið klukkan 14 í dag. Þeir mótmæltu hungursneyðinni sem ríkir á Gasa og kröfðust aðgerða umfram yfirlýsinga frá íslenskum yfirvöldum. 

Mótmælendur notuðu rauða málningu til að undirstrika skilaboð sín en hún er oft notuð til þess að tákna blóð. Þeir meðal annars helltu rauðri málningu á stéttina fyrir framan ráðuneytið og þrykktu rauð handaför á gler og veggi byggingarinnar. Þá skvetti einn mótmælandi rauðri málningu yfir ljósmyndara á vegum Morgunblaðsins sem var nokkuð brugðið. Mótmælandinn hljóp síðan í burtu. 

Lögregla var með viðbúnað á svæðinu og fylgdist með en veitti mótmælandanum ekki eftirför.

Rauð handaför á utanríkisráðuneytinuMótmælendur vildu aðgerðir vegna hungursneyðar á Gasa.

Gekk á milli ljósmyndara

Stefán Pálsson sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna skrifaði færslu á Facebook. Þar lýsir hann atvikinu: „Ömurleg uppákoma átti sér stað á mótmælunum við ráðuneytið. Maður í hópnum gekk á milli ljósmyndara og myndatökumanna og spurði …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RKS
    Ragnheiður K. Steindórsdóttir skrifaði
    Það er löngu ljóst að endalausar yfirlýsingar, ályktanir og "áköll" vestrænna stjórnvalda hvað varðar morðæði, stríðsglæpi og grimmdarverk Ísraels eru eins og að stökkva vatni á gæs! En ráðamenn friða samviskuna og fela sig bakvið orðin í stað þess að grípa til aðgerða!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár