Bandaríkin yfirgefa UNESCO

Banda­rík­in til­kynntu í dag að þau hafi yf­ir­gef­ið UNESCO – Menn­ing­ar­mála­stofn­un Sam­ein­uðu þjóð­anna. Tals­mað­ur Hvíta húss­ins sagði ástæð­una vera þá að stofn­un­in styðji „woke, sundr­andi“ mál­efni. Þá full­yrða Banda­rík­in að stofn­un­in sýni and­úð gegn Ísra­el.

Bandaríkin yfirgefa UNESCO
Trump yfirgefur UNESCO Þykir stofunin vera „woke“ og sýna andúð gegn Ísrael. Mynd: AFP

Í dag var tilkynnt að Bandaríkin hyggðust yfirgefa UNESCO – Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna tveimur – árum eftir að ríkið gekk aftur til liðs við stofnunina í stjórnartíð fyrrum Bandaríkaforseta Joe Biden. 

„Trump forseti hefur ákveðið að draga Bandaríkin úr UNESCO – sem styður woke, sundrandi menningar- og félagsleg málefni sem eru algjörlega úr takti við þá stefnu sem Bandaríkjamenn kusu með í nóvember,“ sagði Anna Kelly, talsmaður Hvíta hússins, við New York Post. Þá segir Hvíta húsið að stofnunin sýni Ísrael andúð. 

Í lok desember 2026 tekur ákvörðunin gildi.  Er hún áfall fyrir UNESCO, en stofnunin hefur aðsetur í París og var stofnuð eftir síðari heimsstyrjöldina til að efla frið með alþjóðlegu samstarfi í menntun, vísindum og menningu.

Sakar UNESCO um andúð gegn Ísrael

Í febrúar fyrirskipaði Trump níutíu daga endurskoðun á þátttöku Bandaríkjanna í UNESCO, með sérstakri áherslu á að rannsaka gyðingahatur og andúð gagnvart Ísrael hjá …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár