Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bandaríkin yfirgefa UNESCO

Banda­rík­in til­kynntu í dag að þau hafi yf­ir­gef­ið UNESCO – Menn­ing­ar­mála­stofn­un Sam­ein­uðu þjóð­anna. Tals­mað­ur Hvíta húss­ins sagði ástæð­una vera þá að stofn­un­in styðji „woke, sundr­andi“ mál­efni. Þá full­yrða Banda­rík­in að stofn­un­in sýni and­úð gegn Ísra­el.

Bandaríkin yfirgefa UNESCO
Trump yfirgefur UNESCO Þykir stofunin vera „woke“ og sýna andúð gegn Ísrael. Mynd: AFP

Í dag var tilkynnt að Bandaríkin hyggðust yfirgefa UNESCO – Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna tveimur – árum eftir að ríkið gekk aftur til liðs við stofnunina í stjórnartíð fyrrum Bandaríkaforseta Joe Biden. 

„Trump forseti hefur ákveðið að draga Bandaríkin úr UNESCO – sem styður woke, sundrandi menningar- og félagsleg málefni sem eru algjörlega úr takti við þá stefnu sem Bandaríkjamenn kusu með í nóvember,“ sagði Anna Kelly, talsmaður Hvíta hússins, við New York Post. Þá segir Hvíta húsið að stofnunin sýni Ísrael andúð. 

Í lok desember 2026 tekur ákvörðunin gildi.  Er hún áfall fyrir UNESCO, en stofnunin hefur aðsetur í París og var stofnuð eftir síðari heimsstyrjöldina til að efla frið með alþjóðlegu samstarfi í menntun, vísindum og menningu.

Sakar UNESCO um andúð gegn Ísrael

Í febrúar fyrirskipaði Trump níutíu daga endurskoðun á þátttöku Bandaríkjanna í UNESCO, með sérstakri áherslu á að rannsaka gyðingahatur og andúð gagnvart Ísrael hjá …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
4
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár