Í dag var tilkynnt að Bandaríkin hyggðust yfirgefa UNESCO – Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna tveimur – árum eftir að ríkið gekk aftur til liðs við stofnunina í stjórnartíð fyrrum Bandaríkaforseta Joe Biden.
„Trump forseti hefur ákveðið að draga Bandaríkin úr UNESCO – sem styður woke, sundrandi menningar- og félagsleg málefni sem eru algjörlega úr takti við þá stefnu sem Bandaríkjamenn kusu með í nóvember,“ sagði Anna Kelly, talsmaður Hvíta hússins, við New York Post. Þá segir Hvíta húsið að stofnunin sýni Ísrael andúð.
Í lok desember 2026 tekur ákvörðunin gildi. Er hún áfall fyrir UNESCO, en stofnunin hefur aðsetur í París og var stofnuð eftir síðari heimsstyrjöldina til að efla frið með alþjóðlegu samstarfi í menntun, vísindum og menningu.
Sakar UNESCO um andúð gegn Ísrael
Í febrúar fyrirskipaði Trump níutíu daga endurskoðun á þátttöku Bandaríkjanna í UNESCO, með sérstakri áherslu á að rannsaka gyðingahatur og andúð gagnvart Ísrael hjá …
Athugasemdir