Ferðamenn streyma að Þingvöllum þessa dagana en um Almannagjá leggja sex til átta þúsund manns göngu sína á hverjum degi yfir hásumarið. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Þingvalla, segir mjög margt fólk á svæðinu frá níu til fimm en að svo róist umferðin eftir því sem líði á kvöldið. Því er ráð fyrir ferðalanga sem vilja forðast margmenni að kíkja heldur „einu sinni á ágústkvöldi austur í Þingvallasveit“ líkt og í laginu segir.
Fjörutíu mínútna bið í þurrgöllum
Mikil bið myndaðist við Silfru þar sem vinsælt er að snorkla og kafa. En þar var Þórir Sæmundsson leiðsögumaður með ferðamenn: „Ég hef aldrei séð svona marga á Þingvöllum áður og í einu. Kúnnarnir sem ég var með voru að kafa í Silfru og þar er algjört overload af fólki líka. Þannig hann [kúnninn] sagði að þeir hefðu verið ofan í Silfru í 25 mínútur til hálftíma en stóðu kyrrir í gallanum í …
Athugasemdir