Trump segir Epstein-skjölin samsæri gegn sér

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, sagði í við­tali í gær að banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an þurfi að rann­saka Ep­stein-skjöl­in sem sam­særi gegn sér. Hann hef­ur far­ið mik­inn síð­ustu daga og kall­ar stuðn­ings­menn sem óska eft­ir því að skjöl­in verði op­in­ber­uð „veik­burða.“

Trump segir Epstein-skjölin samsæri gegn sér
Donald Trump Telur Epstein skjölin samsæri gegn sér. Mynd: AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali hjá öfga-hægrisinnanum Steve Bannon, í gær að bandaríska alríkislögreglan (e. FBI) ætti að rannsaka það sem hann kallar „Jeffrey Epstein blekkinguna“ eða „Jeffrey Epstein Hoax“ sem glæpsamlegt samsæri gegn sér. 

Trump og ríkisstjórn hans hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarið vegna Epstein rannsóknarinnar. Pam Bondi dómsmálaráðherra sagði fyrr í mánuðinum að engar sannanir væru fyrir því að Epstein hefði haldið lista yfir viðskiptavini sína og að hann hefði framið sjálfsvíg þegar hann sat í fangelsi árið 2019. Hún hafði áður sagt að listi yfir viðskiptavini væri til. Trump hefur staðið við bakið á Bondi og sagði við blaðamenn í gær að hún ætti að opinbera upplýsingar úr rannsókninni sem „henni þyki trúverðugar.“

Jeffrey EpsteinVar dæmdur kynferðisafbrotamaður og ákærður fyrir kynferðislegt mansal.

Trump hafði lagt til að skjöl rannsóknar FBI í máli Epstein yrðu ekki öll opinberuð þar sem þau gætu innihaldið rangar upplýsingar um hann sem andstæðingar hans í Demókrataflokknum hefðu falsað. Epstein og Trump voru vinir en Epstein lést í fangelsi 2019 á meðan hann beið dómsúrskurðar um kynferðislegt mansal. Epstein var dæmdur kynferðisafbrotamaður.

Í yfirlýsingu sem birt var á Truth Social-reikningi Trumps á laugardag skrifaði hann: „Hvers vegna erum við að birta umfjöllun um skjöl sem Obama, óheiðarlega Hillary, Comey, Brennan og taparar og glæpamenn Biden-stjórnarinnar hafa skrifað?“ Segir hann að þau hafa búið til Epstein skjölin. 

Kallar stuðningsmenn veikburða

Epstein skjölin hafa skokið MAGA-heiminn upp á síðkastið. Þannig hafa stuðningsmenn Trumps óskað eftir því að skjölin verði opinberuð. Trump segir þessa stuðningsmenn hafa „látið Demókrata blekkja sig“ og að hann sé „búin að missa trú á ákveðnu fólki.“ 

„Leyfið þessu veikburða fólki að halda áfram að vinna verk Demókrata,“ skrifaði Trump á Truth Social í gær. „Ekki einu sinni hugsa um það að tala um ótrúlegan og fordæmalausan árangur okkar, því ég vil ekki lengur stuðning þeirra.“

„Þetta er stórt vandamál og gæti skaðað kjörsókn í miðkjörtímabilskosningunum,“ sagði sérfræðingur í stefnumótun fyrir Repúblikana í viðtali við NBC. Hann segir að forsetinn hafi með þessu farið á bak orða sinna um að afhjúpa djúpríkið sem margir stuðningsmenn hans höfðu trú á að hann myndi gera. Djúpríkið er samsæriskenning í Bandaríkjunum sem hefur notið vinsælda meðal MAGA stuðningsmanna.

„Fyrir þau sem trúa því að djúpríkið sé raunverulegt og að Epstein hafi verið hluti af því, þá er þetta eins og hnífur í bakið,“ bætti sérfræðingurinn við.

Musk sagði Trump á lista

Milljarðamæringurinn Elon Musk og Trump hafa átt í mjög svo opinberum erjum í sumar. Hafa þeir báðir farið mikinn á samfélagsmiðlum sínum, X og Truth Social. Musk hafði leitt deild fyrir hagkvæman ríkisrekstur, oft kallað DOGE, í ríkisstjórn Trump en tíma hans þar lauk í lok maí. 

Musk hafði þá gagnrýnt „Flennistóra, fagra frumvarpið“ eða „Big beautiful bill“ sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í seinni hluta maí og sagði frumvarpið grafa undan vinnu hans hjá DOGE. 

Í erjunum á samfélagsmiðlum fullyrti Musk svo að nafn Trump væri að finna í Epstein skjölunum og sagði það ástæðu þess að ekki væri búið að birta lista yfir viðskiptavini. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár