Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Trump segir Epstein-skjölin samsæri gegn sér

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, sagði í við­tali í gær að banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an þurfi að rann­saka Ep­stein-skjöl­in sem sam­særi gegn sér. Hann hef­ur far­ið mik­inn síð­ustu daga og kall­ar stuðn­ings­menn sem óska eft­ir því að skjöl­in verði op­in­ber­uð „veik­burða.“

Trump segir Epstein-skjölin samsæri gegn sér
Donald Trump Telur Epstein skjölin samsæri gegn sér. Mynd: AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali hjá öfga-hægrisinnanum Steve Bannon, í gær að bandaríska alríkislögreglan (e. FBI) ætti að rannsaka það sem hann kallar „Jeffrey Epstein blekkinguna“ eða „Jeffrey Epstein Hoax“ sem glæpsamlegt samsæri gegn sér. 

Trump og ríkisstjórn hans hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarið vegna Epstein rannsóknarinnar. Pam Bondi dómsmálaráðherra sagði fyrr í mánuðinum að engar sannanir væru fyrir því að Epstein hefði haldið lista yfir viðskiptavini sína og að hann hefði framið sjálfsvíg þegar hann sat í fangelsi árið 2019. Hún hafði áður sagt að listi yfir viðskiptavini væri til. Trump hefur staðið við bakið á Bondi og sagði við blaðamenn í gær að hún ætti að opinbera upplýsingar úr rannsókninni sem „henni þyki trúverðugar.“

Jeffrey EpsteinVar dæmdur kynferðisafbrotamaður og ákærður fyrir kynferðislegt mansal.

Trump hafði lagt til að skjöl rannsóknar FBI í máli Epstein yrðu ekki öll opinberuð þar sem þau gætu innihaldið rangar upplýsingar um hann sem andstæðingar hans í Demókrataflokknum hefðu falsað. Epstein og Trump voru vinir en Epstein lést í fangelsi 2019 á meðan hann beið dómsúrskurðar um kynferðislegt mansal. Epstein var dæmdur kynferðisafbrotamaður.

Í yfirlýsingu sem birt var á Truth Social-reikningi Trumps á laugardag skrifaði hann: „Hvers vegna erum við að birta umfjöllun um skjöl sem Obama, óheiðarlega Hillary, Comey, Brennan og taparar og glæpamenn Biden-stjórnarinnar hafa skrifað?“ Segir hann að þau hafa búið til Epstein skjölin. 

Kallar stuðningsmenn veikburða

Epstein skjölin hafa skokið MAGA-heiminn upp á síðkastið. Þannig hafa stuðningsmenn Trumps óskað eftir því að skjölin verði opinberuð. Trump segir þessa stuðningsmenn hafa „látið Demókrata blekkja sig“ og að hann sé „búin að missa trú á ákveðnu fólki.“ 

„Leyfið þessu veikburða fólki að halda áfram að vinna verk Demókrata,“ skrifaði Trump á Truth Social í gær. „Ekki einu sinni hugsa um það að tala um ótrúlegan og fordæmalausan árangur okkar, því ég vil ekki lengur stuðning þeirra.“

„Þetta er stórt vandamál og gæti skaðað kjörsókn í miðkjörtímabilskosningunum,“ sagði sérfræðingur í stefnumótun fyrir Repúblikana í viðtali við NBC. Hann segir að forsetinn hafi með þessu farið á bak orða sinna um að afhjúpa djúpríkið sem margir stuðningsmenn hans höfðu trú á að hann myndi gera. Djúpríkið er samsæriskenning í Bandaríkjunum sem hefur notið vinsælda meðal MAGA stuðningsmanna.

„Fyrir þau sem trúa því að djúpríkið sé raunverulegt og að Epstein hafi verið hluti af því, þá er þetta eins og hnífur í bakið,“ bætti sérfræðingurinn við.

Musk sagði Trump á lista

Milljarðamæringurinn Elon Musk og Trump hafa átt í mjög svo opinberum erjum í sumar. Hafa þeir báðir farið mikinn á samfélagsmiðlum sínum, X og Truth Social. Musk hafði leitt deild fyrir hagkvæman ríkisrekstur, oft kallað DOGE, í ríkisstjórn Trump en tíma hans þar lauk í lok maí. 

Musk hafði þá gagnrýnt „Flennistóra, fagra frumvarpið“ eða „Big beautiful bill“ sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í seinni hluta maí og sagði frumvarpið grafa undan vinnu hans hjá DOGE. 

Í erjunum á samfélagsmiðlum fullyrti Musk svo að nafn Trump væri að finna í Epstein skjölunum og sagði það ástæðu þess að ekki væri búið að birta lista yfir viðskiptavini. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár