Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Falsaðar OxyContin töflur í umferð

Lyfja­stofn­un var­ar við töfl­um sem inni­halda efni sem gef­in eru við mikl­um verkj­um, Parki­son og floga­veiki.

Falsaðar OxyContin töflur í umferð
Fölsuðu töflurnar Töflurnar innihalda ekki oxýkódón eins og útlit þeirra gefur til kynna. Mynd: Lyfjastofnun

Lyfjastofnun varar við töflum sem líkjast OxyContin en innihalda önnur varasöm efni.

Í frétt á vef stofnunarinnar segir að rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hafi nýlega borist til greiningar töflur sem líktust lyfinu OxyContin 80 mg töflum í útliti. „Að efnagreiningu lokinni er ljóst að þær innihalda ekki oxýkódon, sem er virka efnið í OxyContin,“ segir í fréttinni.

Í töflunum eru hins vegar önnur efni sem geta verið varasöm. „Fölsuðu töflurnar sem líkjast OxyContin 80 mg innihalda ekki oxýkódon, heldur parasetamól, koffín, kódein, klónazepam, bíperíden og ketórólak. Töflurnar sem greindar voru komu frá Norðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu,“ segir í fréttinni.

Þá eru töflurnar stimplaðar með „OC“ og „80“ sem sé misvísandi. „Fölsuðu töflurnar eru hins vegar þykkari en þær löglegu, og filmuhúðin er lausari í sér,“ segir í fréttinni. „Efnin sem greind hafa verið í fölsuðu töflunum eru sum hver notuð í lyfjum sem gefin eru við miklum verkjum, önnur við Parkinsonsveiki, enn önnur við flogaveiki. Ekki er ljóst hver samverkan efnanna í fölsuðu töflunum gæti orðið, áhrifin gætu orðið ófyrirsjáanleg og valdið alvarlegum heilsufarsáhrifum.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu hliðunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $385.000 í tekjum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár