Falsaðar OxyContin töflur í umferð

Lyfja­stofn­un var­ar við töfl­um sem inni­halda efni sem gef­in eru við mikl­um verkj­um, Parki­son og floga­veiki.

Falsaðar OxyContin töflur í umferð
Fölsuðu töflurnar Töflurnar innihalda ekki oxýkódón eins og útlit þeirra gefur til kynna. Mynd: Lyfjastofnun

Lyfjastofnun varar við töflum sem líkjast OxyContin en innihalda önnur varasöm efni.

Í frétt á vef stofnunarinnar segir að rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hafi nýlega borist til greiningar töflur sem líktust lyfinu OxyContin 80 mg töflum í útliti. „Að efnagreiningu lokinni er ljóst að þær innihalda ekki oxýkódon, sem er virka efnið í OxyContin,“ segir í fréttinni.

Í töflunum eru hins vegar önnur efni sem geta verið varasöm. „Fölsuðu töflurnar sem líkjast OxyContin 80 mg innihalda ekki oxýkódon, heldur parasetamól, koffín, kódein, klónazepam, bíperíden og ketórólak. Töflurnar sem greindar voru komu frá Norðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu,“ segir í fréttinni.

Þá eru töflurnar stimplaðar með „OC“ og „80“ sem sé misvísandi. „Fölsuðu töflurnar eru hins vegar þykkari en þær löglegu, og filmuhúðin er lausari í sér,“ segir í fréttinni. „Efnin sem greind hafa verið í fölsuðu töflunum eru sum hver notuð í lyfjum sem gefin eru við miklum verkjum, önnur við Parkinsonsveiki, enn önnur við flogaveiki. Ekki er ljóst hver samverkan efnanna í fölsuðu töflunum gæti orðið, áhrifin gætu orðið ófyrirsjáanleg og valdið alvarlegum heilsufarsáhrifum.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár