Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis, er með hæstar greiðslur þeirra þingmanna Alþingis sem ekki eru ráðherrar. Hann var viðstaddur 41,1 prósent þeirra atkvæðagreiðslna sem fram fóru á vorþingi en fjarverandi í 58,9 prósent tilvika.
Sigmundur Davíð var fjarverandi 155 af þeim 263 atkvæðagreiðslum sem fram fóru á vorþingi.
Samkvæmt lögum um þingsköp er þingmönnum skylt að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna eins fljótt og auðið er. Ef þingmaður forfallast skal varamaður kallaður inn fyrir hann en þingmaðurinn nýtur þá ekki þingfararkaups á meðan. Engin viðurlög eru við því að tilkynna ekki forföll.
Varamaður var kallaður inn fyrir Sigmund Davíð frá 10. til 30. mars.
Fjarverandi meirihluta funda
Sigmundur Davíð situr í utanríkismálanefnd, þingmannanefnd Íslands og ESB, og er varaformaður Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.
Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fundaði þrisvar sinnum á vorþingi. Sigmundur Davíð boðaði forföll á fyrsta …
Athugasemdir (2)