Sigmundur Davíð fjarverandi í nær 60 prósent atkvæðagreiðslna

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, sem hlýt­ur hæstu greiðsl­ur þeirra þing­manna sem ekki eru ráð­herr­ar, var við­stadd­ur 108 at­kvæða­greiðsl­ur á vor­þingi en fjar­ver­andi í 155.

Sigmundur Davíð fjarverandi í nær 60 prósent atkvæðagreiðslna
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Formaður Miðflokksins var fjarverandi atkvæðagreiðslur oftar en hann var viðstaddur. Mynd: Golli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis, er með hæstar greiðslur þeirra þingmanna Alþingis sem ekki eru ráðherrar. Hann var viðstaddur 41,1 prósent þeirra atkvæðagreiðslna sem fram fóru á vorþingi en fjarverandi í 58,9 prósent tilvika.

Sigmundur Davíð var fjarverandi 155 af þeim 263 atkvæðagreiðslum sem fram fóru á vorþingi.

Samkvæmt lögum um þingsköp er þingmönnum skylt að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna eins fljótt og auðið er. Ef þingmaður forfallast skal varamaður kallaður inn fyrir hann en þingmaðurinn nýtur þá ekki þingfararkaups á meðan. Engin viðurlög eru við því að tilkynna ekki forföll.

Varamaður var kallaður inn fyrir Sigmund Davíð frá 10. til 30. mars. 

Fjarverandi meirihluta funda

Sigmundur Davíð situr í utanríkismálanefnd, þingmannanefnd Íslands og ESB, og er varaformaður Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 

Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fundaði þrisvar sinnum á vorþingi. Sigmundur Davíð boðaði forföll á fyrsta …

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Þetta er ógeðslegt. 32 milljónir á ári fyrir ekki neitt eða minna en ekki neitt Svona 5 sinnum meira en þær og þeir sem vinna svokölluð láglaunastörf. Þeir eru sem sagt 5 manna makar þó þeir geri ekkert annað en tefja fyrir með málþófi þegar þeir loksins mæta í vinnuna þessa fáu daga sem þingið starfar yfir árið. . Ég er farinn að halda að best sé að fella niður alþingi og láta þjóðina kjósa bara svona 12 manna ráð til að stjórna landinu og ráða svo nokkra alvöru hæfa sérfræðinga hvern á sínu sviði þeim til aðstoðar. Burt með alla þessa vanhæfu þingmenn sem aðeins tefja þingstörfin með bulli sínu. Fellum niður alþingi sem slíkt og ráðum hæfa sérfræðinga í staðinn til að aðstoða 12 manna ráð.
    0
  • Steinar Harðarson skrifaði
    Því minna sem hann er í vinnunni (Alþingi), þess betra.
    0
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Wintris maðurinn ætti að vera PANAMA. Kv. Siggi.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ætli þetta sé ekki það sem hann kallar "skynsemishyggju" að fá mikið fyrir mjög lítið.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár