Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Líklega eitt geðrof á mánuði vegna óhefðbundinna sálfræðimeðferða

Pét­ur Maack, formað­ur Sál­fræð­inga­fé­lags­ins seg­ir geðrof al­var­lega al­geng­an fylgi­fisk óhefð­bund­inna sál­fræði­með­ferða þar sem fíkni­efni eru not­uð und­ir „hand­leiðslu“, eins og það er orð­að.

Líklega eitt geðrof á mánuði vegna óhefðbundinna sálfræðimeðferða
Pétur Mack Formaður Sálfræðingafélagsins segir það ekki venjubundið að sálfræðingar gefi skjólstæðingum sínum MDMA við áfallameðferð.

„Eftir því sem ég kemst næstrer þetta algjör undantekning,“ segir Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélagsins, um sálfræðing sem var sviptur leyfi af Landlæknisembættinu eftir að hafa gefið skjólstæðingi sínum og upplýsingafulltrúanum, Hödd Vilhjálmsdóttur, fíkniefnið MDMA í meðferð við áfallastreituröskun. Hödd endaði á geðdeild eftir meðferðina og lýsti þeirri reynslu á Facebook og í viðtali við Vísi í framhaldinu.

Málið rataði til siðanefndar Sálfræðingafélagsins fyrir nokkrum árum síðan sem ákvað að vísa því til landlæknis með þeim afleiðingum að sálfræðingurinn var sviptur starfsleyfi að lokum. Pétur segir það traustvekjandi að eftirlitskerfi Landlæknisembættisins hafi virkað eins og skyldi, enda er fíkniefnatengd sálfræðimeðferð ekki viðurkennd hér á landi.

„Ég endaði á geðdeild. Blessunarlega fór ég heim að morgni og allt í góðu. Þegar eitthvað verður smart … og já, ég er mjög frjálslynd … Þá þýðir það ekki endilega að það sé gáfulegt,“ skrifaði Hödd á Facebook-síðu sína um miðjan júlímánuð þar sem hún …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Því miður hættir mörgu fólki og jafnvel svokölluðum sérfræðingum með góðan vilja til að rugla saman hugtökum í umræðu um efni sem hafa áhrif á heilastarfsemina og láta jafnvel eins og öll slík efni séu ólögleg sem er alls ekki rétt. Hugtök á borð við fíkniefni, vímuefni, hugvíkkandi efni, eiturlyf o.s.frv. eru alls ekki jafngild og eiga ekki við um öll sömu efnin sem geta auk þess verið lögleg, ólögleg eða eitthvað þar á milli t.d. lyfseðilsskyld eða aðeins leyfileg til ákveðinna nota eins og rannsókna. Röng hugtakanotkun sem jafnvel byggist á fordómum stuðlar ekki að upplýstri umræðu og getur gert mikið ógagn t.d. stuðlað að jaðarsetningu.

    Fíknefni eru ávanabindandi eða hafa þau áhrif á sumt fólk að það verður háð notkun þeirra með misjafnlega slæmum afleiðingum. Sum fíkniefni eru vímuefni en alls ekki öll t.d. er koffein fíkniefni en ekki vímuefni. Sum vímuefni eru fíkniefni en alls ekki ölll t.d. eru mörg svokölluð hugvíkkandi eða ofskynjunarefni alls ekki fíkniefni. Svo er misjafnt hvort fíkniefni eru lögleg eins og koffín og nikótín eða ólögleg eins og heróín og allt þar á milli. Reyndar eru allflest og þar á meðal mörg algengustu fíkniefnin lögleg til sölu og notkunar samkvæmt lyfseðli.

    Vímuefni eru einfaldlega efni sem valda vímu. Sum þeirra eru fíkniefni en alls ekki öll, ágætt dæmi er LSD en það er útilokað að verða háður því. Sum vímuefni eru líka eiturlyf en alls ekki öll, til dæmis eru kannabisefni alls ekki eitruð og enginn skammtur af þeim er banvænn en þau geta vissulega verið ávanabindandi og langvarandi neysla þeirra haft neikvæð áhrif.

    Eiturlyf eru eins og nafnið gefur til kynna, efni sem eru eitruð eða valda eitrunaráhrifum. Sum þeirra eru eru líka vímuefni og/eða fíkniefni eins og heróín sem er bæði mjög ávanabindandi og getur verið banvænt í of stórum skömmtum. Svo eru líka til eiturlyf sem eru hvorki fíkniefni né vímuefni, til dæmis eru mörg krabbameinslyf beinlínis eitur en eru samt gefin sjúklingum í því skyni að drepa meinið og helst ekki sjúklinginn um leið. Svipað gildir um ýmis efni sem finnast því miður stundum í lyfjum sem eru framleidd og seld ólöglega, til dæmis geta röng vinnubrögð við framleiðslu sumra þeirra skilað af sér eitruðum afurðum. Þetta er mögulega ein mesta hættan við notkun ólöglegra efna sem eru sjaldan undir viðurkenndu gæðaeftirliti.

    Svo er eins og fyrr segir afar misjafnt hvort efni sem falla undir einhver af þessum hugtökum eru lögleg eða ólögleg eða hvort og hvernig gildandi reglur takmarka aðgengi að þeim. Eitt slíkt efni sem flestir þekkja er löglegt en fellur þó í alla hina flokkana og það er efnið sem ríkið selur, áfengi eða alkóhól sem algengasti fíknisjúkdómurinn alkóhólismi er kenndur við. Alkóhól er nefnilega allt í senn, vímuefni, fíkniefni og það eiturlyf sem veldur einna flestum dauðsföllum. Á kvarða yfir hversu hættuleg eða "slæm" svona efni eru komast fæst þeirra efna sem eru nefnd í fréttinni hér fyrir ofan með tærnar þar sem löglega efnið alkóhól hefur hælana í skaðsemi.

    Oft gætir líka misskilnings um lagalegar skilgreiningar. Nærtækt dæmi eru sveppir af tegundinni trjónupeðla sem inniheldur efnin psilocybin og baeocystin en þau geta valdið ofskynjunaráhrifum og eru meðal þeirra sem eru gjarnan kölluð hugvíkkandi. Þó að psilocybin sé á bannlista vaxa þessir sveppir villtir á Íslandi og náttúran er ekki ólögleg. Fólk sem tínir sveppi sér til yndisauka og neyslu á eigin áhættu er ekki glæpamenn. Þessir sveppir eru alls ekki baneitraðir þó vissulega geti neysla þeirra í of miklu magni valdið veikindum. Séu þeir týndir nálægt umferðargötum er reyndar mun líklegra að skaðast af mengunarefnum heldur en sveppunum sjálfum.

    Það er sjálfsagt og réttmætt að að vara við óabyrgri notkun efna sem geta verið skaðleg ef þau eru misnotuð en þá skiptir líka máli að fara rétt með hugtök og staðreyndir.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár