„Stúdentar gjalda fyrir málþóf um veiðigjöld“

Frum­varp sem breyta átti náms­lána­kerf­inu verð­ur ekki að lög­um á þessu þingi. For­seti Lands­sam­taka ís­lenskra stúd­enta seg­ir stúd­enta bíða í óvissu.

„Stúdentar gjalda fyrir málþóf um veiðigjöld“
Lísa Margrét Gunnarsdóttir Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta harmar að frumvarpið hafi ekki orðið að lögum.

Frumvarp Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna varð ekki að lögum fyrir þinglok.

Með frumvarpinu voru lagðar til breytingar á lögunum frá 2020 í þá átt að stúdentar fengju 20% námsstyrk við lok hverrar annar og 10% styrk við námslok í stað þess fyrirkomulags sem nú er að sækja megi um 30% niðurfellingu láns við námslok ef nám er klárað á tilskildum tíma.

Þá átti frumvarpið að lengja tímann frá námslokum þar til greiðslur hefjast úr einu ári í 18 mánuði. Loks átti að bregðast við þungri greiðslubyrði þeirra námsmanna sem hafa þurft að greiða af fleiri en einni lánategund á sama tíma.

Frumvarpið var í 2. umræðu á Alþingi 26. júní síðastliðinn. Umræðunni var frestað á þeim þingfundi og við tóku umræður um veiðigjöld. Málið komst ekki aftur á dagskrá Alþingis og þarf því að leggja það fram að nýju ef það á að verða að lögum.

„Við höldum áfram að bíða“

Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, harmar að afgreiðslu frumvarpsins hafi verið frestað. „Málþófið á Alþingi veldur því að þessar bráðnauðsynlegu breytingar á námslánakerfinu sitja á hakanum,“ segir hún. „Þannig að það eru stúdentar sem gjalda fyrir málþóf um veiðigjöld og sitja áfram uppi með íþyngjandi lán og óvissu um hvenær eitthvað verði gert í því að lánakerfið er eins og það er. Við höldum áfram að bíða.“

Hún segir að ef frumvarpið hefði verið samþykkt hefðu verið tekin hæg og örugg skref í átt að betra kerfi. „Mér finnst ótrúlega mikilvægt að þetta dragist ekki lengur því við viljum heildarendurskoðun á lögunum sem átti að fara fram árið 2023,“ segir Lísa. „Auðvitað vonar maður að frumvarpið verði í algjörum forgangi í haust en við héldum að það væri í forgangi núna. Þetta málþóf er búið að taka allan tíma þingsins.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    "Kvótanepóbeibýin" þurfa ekki að hafa áhyggjur af námslánum svo það frumvarp má frjósa úti í sumar "what ever." Ekkert málþóf vegna þess.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár