Náttúru raskað á vinsælustu ferðamannastöðum landsins

Ut­an­vega­akst­ur, marg­fald­að­ir göngu­stíg­ar, síga­rett­ustubb­ar og dauð­ur mosi eru með­al þess sem mik­ill ferða­manna­straum­ur hef­ur haft í för með sér. Heim­ild­in skoð­aði ástand­ið á vin­sæl­um ferða­manna­stöð­um á Suð­ur­landi og ræddi við sér­fræð­inga á svæð­inu.

Náttúru raskað á vinsælustu ferðamannastöðum landsins
Átroðningur við Skógafoss Ferðamaður gengur fyrir utan merktan stíg en slóðar hafa myndast út frá stígum víða á ferðamannastöðum. Mynd: Golli

Ágangur á náttúru Suðurlands hefur aukist mikið með tilkomu aukins ferðamannastraums. Gönguleiðir eru margar í slæmu ásigkomulagi og slóðar hafa myndast út frá þeim, finna má dauðan mosa í hraunbreiðum, hjólför eru á söndum eftir utanvegaakstur og rusl ratar ekki alltaf í tunnur. 

Náttúruverndarstofnun hóf ástandsmat á friðlýstum svæðum árið 2018 en mörg þeirra eru vinsælir ferðamannastaðir. Á vef stofnunarinnar segir: „Margir þættir geta haft neikvæð áhrif á verndargildi friðlýstra svæða. Þó má segja að áhrif mannlegra umsvifa séu hvað mest en friðlýst svæði eru oft vinsælir áfangastaðir ferðamanna.“

Fjöldi ferðamanna hefur margfaldast hér á landi og álagið í samræmi við það. Árið 1953 komu hingað til lands sex þúsund gestir, upp úr aldamótum voru þeir orðnir 320 þúsund og í dag eru þeir tæplega 2,3 milljónir á ári. Samkvæmt spá Ferðamálastofu má ætla að þeim muni fjölga næstu ár og verði orðnir tæpar 2,9 milljónir árið 2030. 

Margmenni við …
Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár