Íslenska lögreglan, ásamt fimmtán þúsund öðrum lögregluþjónum í 43 löndum, tóku þátt í meiriháttar aðgerð alþjóðlegu löggæslustofnunarinnar Europol, Frontex og Interpol, og beindist aðgerðin gegn mansali. Á Íslandi fundust 36 einstaklingar sem grunur leikur á að séu þolendur mansals, þá sérstaklega vændis, þvingaðabrotastarfsemi og betls. Aðgerðin fór fram hér á landi fyrstu vikuna í júní
Hér á landi var farið á þriðja tug staða og heimila og athugað með um 250 manns. 36 af þeim voru taldir hugsanlegir þolendur mansals og var öllum boðið viðeigandi aðstoð. Langflestir þolendurnir voru frá Rúmeníu og konur í miklum meirihluta, eða 32. Af hugsanlegum þolendum mansals seldu 34 sig í vændi, en fólkið er á aldrinum 19-54 ára. Umrædda daga voru enn fremur greind 215 flug með tilliti til hugsanlegra fórnarlamba mansals og brotamanna.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurnesjum, embætti ríkislögreglustjóra og tollgæslan tóku þátt í aðgerðunum.

Athugasemdir (1)