„Mér þykir innilega leiðinlegt að fundarstjórn mín sem varaforseti í gærkvöldi sé túlkuð sem tilraun til valdaráns eða hvað það er sem ég heyri víða þennan morguninn. Í stuttu màli var það að sjàlfsögðu alls ekki ætlun mín,“ skrifar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins á Facebook á tólta tímanum.
„Fyrir áhugasama um þetta fyrirkomulag þá eru langir þingfundir almennt til miðnættis. Varaforseti á ekki að gefa ræðumanni orðið heldur slíta fundi þegar fullur ræðutími hans með andsvörum myndi ekki nást fyrir þann tíma. Forsætisnefnd hefur ekki verið kölluð saman í vikunni og forseti hefur ekki haft samráð við varaforseta um lengd þingfund,“ skrifar hún sér til varnar.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, ávarpaði þingið í morgun og sagði þörf á að verja lýðræðið og ljóst af umræðum að slit Hildar á þingfundinum hafi farið illa í ríkisstjórnina.
Hildur skrifar: „Hvorki forseti né …
Athugasemdir