Þingmenn minnihlutans sárnaði verulega færslu atvinnuvegaráðherra á samfélagsmiðlum í morgun þar sem hún lét að því liggja að annað málþóf væri hafið, nú í kringum umræður um strandveiðar. Svo fór að tveir nýir þingmenn óskuðu eftir leiðbeiningum um slíkt af hendi fundarstjóra, sem er þó sjálfur nýr á þingi, svo þeir fengju ekki málþófsmóral, eins og það var orðað í umræðum á þriðja tímanum í dag.
Hugsi yfir málþófi
„Ég held að maður hljóti að vera dálítið hugsi um þetta,“ sagði Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins undir liðnum um fundarstjórn. „Maður reynir að horfa á þetta á léttu nótunum,“ bætti hann við og velti því fyrir sér hvort færsla Hönnu Katrínar Friðrikssonar, atvinnuvegaráðherra, og þingmanns Viðreisnar, hafi verið einhverskonar forvarnaraðgerð um væntanlegt málþóf. Var á það bent í öðrum ræðum minnihlutans að örfáar ræður hefðu verið fluttar um málið áður en færslan birtist, og mátti greina á viðbrögðum minnihlutans að honum …
Athugasemdir