Vestmannaeyjabær hefur óskað eftir tilboðum í fjarskiptainnviði sína eftir að Samkeppniseftirlitið gerði athugasemdir við sölu sveitarfélagsins á ljósleiðarainnviðum til Mílu sem var komin á lokametra þegar hún var dregin til baka. Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans og formaður bæjarráðs segir sveitarfélagið hafa byggt upp ljósleiðara í sveitarfélaginu, en nú sé kominn tími til þess að losa sveitarfélagið undan þeim bagga sem slíkum innviðum fylgir, enda ekki hluti af lögbundinni skyldu sveitarfélagsins auk þess sem uppbyggingin er afar kostnaðarsöm.
„Það var ákveðið fyrir um fjórum árum síðan að fara í uppbygginu á ljósleiðara í sveitarfélaginu,“ segir Njáll og bætir við að sveitarfélagið hafi reynt að fá fjarskiptafyrirtæki til uppbyggingarinnar, en það hafi gengið erfiðlega. Því var ákveðið að stofna einkahlutafélagið Eygló til verksins þar sem Njáll er ennfremur stjórnarformaður.
Kostnaður um milljarður
„Það var samið við verktaka og lagður ljósleiðari í um tvo þriðju hluta bæjarins,“ segir Njáll sem bætir við að …
Athugasemdir